Becromal - stjórnskápar og stýrikerfi

Tengiliðir
Gunnlaugur Búi Ólafsson
Rafmagnsverkfræðingur
Verktími: 2013 - 2017
Viðskiptavinur: Becromal
Staður: Krossanes

Verkfræðistofan Raftákn hefur frá stofnun Becromal haft umsjón og unnið að allri uppbyggingu sjálfvirkra stjórnkerfa í verksmiðju þeirra að Krossanesi á Akureyri

Fjöldi iðntölva í verksmiðjunni er yfir hundrað og þau merki sem tekin eru í stjórnkerfið hlaupa á tugum þúsunda. Það er okkur sannur heiður að taka þátt í þessu verkefni enda er Becromal metnaðarfullt fyrirtæki í sífelldri þróun til að bjóða viðskiptavinum sínum stöðugt betri vöru. Það kemur svo í okkar hlut að uppfylla þær óskir sem þeir hafa fram eða færa er þeir vilja bæta sína sjálfvirku framleiðsluferla og eftirlit.

Starfsemi Becromal á Íslandi felst í því að forma aflþynnur sem eru uppistaðan í rafmagnsþéttum, en með því var stigið mikið framfararskref í  áframvinnslu á vörum úr áli á Íslandi.