Landsnet: Kerfisáætlun 2018-2027

Tengiliðir
Ragnar Örn Davíðsson
Rafmagnsverkfræðingur
Verktími: 2018
Viðskiptavinur: Landsnet
Staður: Reykjavík

Verkfræðistofan Raftákn vinnur að uppfærslu á Kerfisáætlun sem Landsnet gefur út ár hvert og er hún gerð á grundvelli ákvæða raforkulaga. Kerfisáætlun er ætlað að gefa heildarsýn yfir þróun flutningskerfis raforku á næstu árum.  

Verkefni Raftákns er að gera kerfisgreiningar þar sem mismunandi sviðsmyndum er stillt upp fyrir flutningskerfið, þ.e. mismunandi álag, og það skoðað miðað við mismunandi valkosti. Landsnet hefur skilgreint tvo megin valkosti fyrir flutningskerfi, styrking á núverandi byggðalínuhring með nýjum línum eða styrking á á flutningslínum frá Blöndustöð í Fljótsdalsstöð auk flutningslínu yfir hálendið. Mismunandi útfærslur af þessu valkostum eru einnig skoðaðir.