Sjálfvirkt eftirlitskerfi Raftákns

Markmiðið með eftirlitskerfi Raftákns er að það sé algjörlega sjálfvirkt og að notandi geti á einfaldan máta viðhaldið kerfinu sjálfur án aðkomu þjónustuaðila. Jafnframt eru allar stöðvar þannig uppsettar að mögulegt er að senda viðskiptavinum viðbótar einingar þegar fjölga á mælum eða nýjar einingar í stað bilaðra eininga eða ef senda þarf mæli í kvörðun. Viðskiptavinurinn þarf þá aðeins að koma einingu fyrir og ræsa hana eða setja í samband.  

Móðurstöðvar

  • Tengist skýi í gegnum farsímanet eða þráðlaust net (Wi-Fi) og sendir mæligögn eða merki til stjórnkerfis 
  • Ýmsir tengimöguleikar, svo sem við hitanema, rakanema eða tæki sem senda eða taka á móti stafrænum merkjum 

  • Æskilegt er að stöðin sé beintengd rafmagni en hægt er að tengja rafhlöðu sem heldur henni gangandi ef rafmagn fer af í skemmri tíma 

  • Tekur við mæligögnum frá útstöðvum og sendir til stjórnkerfis 

Útstöðvar

  • Tengist móðurstöð þráðlaust og sendir mæligögn til stjórnkerfis með milligöngu móðurstöðvar 

  • Ýmsir tengimöguleikar, svo sem við hitanema, rakanema eða annan búnað 

  • Er hönnuð til þess að endast lengi á rafhlöðu, þ.e.a.s. sendir mæligögn til móðurstöðvar með jöfnu millibili en sefur (fer í orkusparandi ástand) þess á milli 

  • Getur tengst rafmagni til að hlaða rafhlöðu eða keyrt án rafhlöðu 

Í sinni einföldustu mynd getur kerfið verið ein móðurstöð og stjórnkerfi, þ.e. ekki er nauðsynlegt að vera með útstöðvar þegar aðeins á mæla hita/raka á einum stað. Engin takmörk eru á því hversu margar útstöðvar geta tengst einni móðurstöð en þar sem að útstöðvarnar tengjast móðurstöðvum þráðlaust þá eru takmörk fyrir því hversu langt frá móðurstöð þær geta verið staðsettar.  

Stjórnkerfið býður upp á: 

  • Yfirlit yfir tengda nema/tæki þar sem síðasta mæling sést 

  • Línurit sem sýnir þróun mælinga yfir valið tímabil fyrir alla nema/tæki

  • Viðvaranir þegar mælingar skila sér ekki eða fara út fyrir ákveðið svið. Mögulegt er að setja upp viðvaranir sem virkjast þegar mæling hefur verið utan ákveðins sviðs í tiltekinn tíma eða viðvaranir sem virkjast tafarlaust.

  • Notandi getur sjálfur sett upp viðvaranir í stjórnkerfinu og stillt tölvupóst eða sms sendingar á viðvörunum. Notendaviðmótið er einfalt og getur verið á íslensku eða ensku.  

    Viðvaranir

  • Viðvaranir koma upp í mælaborði stjórnkerfis en jafnframt er boðið upp á senda viðvaranir til notenda með tölvupósti í eitt eða fleiri netföng, sem SMS-skeyti í eitt eða fleiri númer og sem símhringingu í formi talskilaboða 

 

 

 

Helstu kostir eftirlitskerfis Raftákns 

  • Kerfið er einfalt í notkun og uppsetningu og geta notendur sjálfir stillt viðvaranir og viðhaldið þeim.

  • Á mælaborði stjórnkerfis hafa notendur fullkomna yfirsýn yfir alla mæla og geta séð þróun mælinga yfir tímabil sem þeir velja.

  • Hægt er að taka út skýrslur sem sýna þróun hitastigs yfir valið tímabil.
  • Enginn aukakostnaður við 24 stunda vöktun eða útköll þar sem að kerfið sendir sjálfvirkt skilaboð í formi tölvupóst, sms eða símhringinga allt eftir uppsetningu hvers og eins.  

  • Kerfið er einfalt í uppsetningu og í flestum tilfellum getum við sent búnaðinn til viðskiptavina og þeir komið honum fyrir skv. okkar leiðbeiningum.  

  • Eitt mánaðargjald sem felur í sér leigu á öllum búnaði og aðgangi að þínu stjórnkerfi.

Ef þið hafið áhuga á að fá kynningu og tilboð í uppsetningu þá má hringja í okkur í síma 464-6400 eða senda tölvupóst á eftirlit@raftakn.is  

Mælaborð stjórnkerfis

Þróun hitastigs