Umhverfisstefna

Umhverfisstefna Raftákns

1.0 Tilgangur og umfang
Að lýsa umhverfisstefnu Raftákns

2.0 Almennt 
Markmið Raftákns er að starfa í sátt við umhverfið og leggja sitt að mörkum til samfélagsins. Raftákn mun styrkja eitt umhverfisverkefni árlega sem valið er í samráði við starfsfólk. Raftákn mun leitast við að lágmarka skaðleg umhverfisáhrif að starfseminni við rekstur og innkaup með endurnýtingu og orkusparnaði þar sem því verður við komið. Minni orkunotkun og minni losun skaðlegra lofttegunda og úrgangsefna verði höfð að leiðarljósi við val á bifreiðum og hagræðingu í ferðum á vegum fyrirtækisins. Til þess að ná þessum markmiðum ætlar Raftákn að auka skilning, áhuga og þekkingu starfsfólks á umhverfismálum. Umhverfisstefna fyrirtækisins skal endurskoðuð reglulega með umbætur í umhverfismálum í huga. 

3.0 Flokkun úrgangs 
Komið verði á flokkun og nýtingu úrgangs sem möguleikar eru til að endurnýta á einhvern hátt.

 • Að flokka dagblöð og annan pappír og skila í viðeigandi söfnunargáma.
 • Að drykkjarfernur verði skolaðar, þurrkaðar og farið með í endurvinnslugáma.
 • Að áldósum, plast- og glerflöskum sé safnað og skilað til endurvinnslu
 • Að bylgjupappa og öðrum pappa verði safnað og skilað til endurvinnslu
 • Að spilliefnum, s.s. prenthylkjum, rafhlöðum og öðru sem inniheldur varasöm  efni  verði skilað á viðeigandi móttökustað.

4.0 Orkunotkun   
Stefnt er að minni orkunotkun og losun úrgangsefna.

 • Slökkva ljós og stöðva rafmagnstæki þegar ekki er verið að nota þau.
 • Að hafa umhverfisvernd að leiðarljósi við innkaup og rekstur bifreiða.
 • Að starfsmönnum standi til boða hádegishressing á vinnustað til að minnka ferðatíðni á vinnutíma.
 • Að leggja starfsmönnum sem fara í og úr vinnu á vistvænum faratækjum bifreið til óvæntra einkaerinda á vinnutíma. 

5.0  Nærumhverfi 

 • Að takmarka notkun hreinsiefna og leggja áherslu á að nota vistvæn efni.
 • Áhersla skal lögð á að halda umhverfi fyrirtækisins hreinu og snyrtilegu utan dyra sem innan.
 • Umhverfisstarf skal vera eðlilegur hluti af starfi allra starfsmanna Raftákns.

Raftákn skuldbindur sig til að fylgja öllum lögum og reglugerðum um starfsemi félagsins og varða umhverfið.