Gæðastefna

Gæðastefna Raftákns

Okkur hjá Raftákni er annt um orðsporið. Þess vegna leggjum við okkur ætíð fram um að uppfylla væntingar viðskiptavinarins og að hagkvæmni sé gætt við lausn verkefna. Við kappkostum að vera eftirsóttur samstarfsaðili, ástundum heiðarleg vinnubrögð og sinnum viðskiptavinum okkar á þann hátt að þeir komi aftur.

Til að þetta gangi eftir þá leggjum við áherslu á:

  • Að í hverju verkefni felist áskorun og tækifæri.
  • Að fylgja verkefnum eftir allt til loka.
  • Að bregðast skjótt við óskum viðskiptavinarins og skila verkefnum á réttum tíma.
  • Að unnið sé eftir þeim stöðlum og reglum sem í gildi eru.
  • Að vera í fremstu röð hvað varðar tæki og búnað.
  • Að hafa ávallt vel þjálfað starfsfólk.
  • Að starfsmenn séu ánægðir í vinnunni.
  • Að vinna stöðugt að umbótum innan fyrirtækisins með aðferðum gæðastjórnunar.