Jafnréttis- og fjölskyldustefna

Jafnréttis- og fjölskyldustefna Raftákns

1.0 Tilgangur og umfang
Að lýsa jafnréttis og fjölskyldustefnu Raftákns. 

2.0 Almennt
Raftákn er rótgróið fyrirtæki sem hefur haft að leiðarljósi metnað í starfi og leik. Til þess að svo geti verið áfram þarf að halda áfram á þeirri braut sem fyrirtækið hefur markað sér þar sem traust, víðsýni, þekking og hæfileikar starfsmanna fá að njóta sín. Framtíð og vöxtur hvers fyrirtækis byggir á starfsmönnum þess. Til að starfið skili þeim árangri sem vænst er þurfa þeir að búa við vinnuumhverfi við hæfi, hafa jafnan aðgang að menntun og endurmenntun, geta samræmt vinnu sína fjölskylduhögum og líða vel á vinnustaðnum. Við ákvörðun kjara skal þess gætt að ekki sé mismunað eftir kynjum og á það bæði við um bein launakjör og hlunnindi. Laus störf skulu standa opin jafnt konum og körlum.

3.0 Vinna og einkalíf

  • Allir starfsmenn Raftákns hafa jafnan rétt til fræðslu og endurmenntunar óháð kyni, uppruna, trú eða aldri.
  • Kappkostað er að starfsfólkinu líði vel í starfi og áhersla er lögð á góða liðsheild og samkennd innan hópsins. 
  • Vinnutími er sveigjanlegur með það að markmiði að hægt sé að taka tillit til fjölskyldu starfsmanns. 
  • Raftákn hvetur til að skemmtanir og samkomur á vegum þess eða starfsmannafélagsins geri ráð fyrir þátttöku maka og/eða barna starfsmanna.
  • Allir starfsmenn eiga rétt á því að komið sé fram við þá af virðingu og tillitsemi. Kynferðislegt áreiti og einelti er ekki liðið hjá Raftákni. 

Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008 eru höfð að leiðarljósi í jafnréttisstefnu Raftákns.