Verkefni

Hér má sjá þau verkefni sem verkfræðistofan Raftákn hefur unnið við.

Raftákn sá um hönnun allra raflagna og lýsingar og gerð útboðsgagna í nýtt aðstöðuhús fyrir siglingaklúbbinn Nökkva á Akureyri. 

Raftákn hannaði allar raflagnir í nýja leikskóla við Glerárskóla sem nú er í byggingu. 

Við hjá Raftákni höfum í gegnum árin verið í farsælu samstarfi við Grænegg. Síðasta verkefni okkar sneri að því að standsetja ungahús. Nú koma ungarnir dags gamlir til Græneggja og alast upp við bestu aðstæður þar til þeir flytja í varphús.

Austurgarður við Dalvíkurhöfn

Í nóvember 2019 var nýr viðlegukantur, Austurgarður við Dalvíkurhöfn, vígður við hátíðlega athöfn. Um er að ræða nýjan  140m langan löndunar og viðlegukant. 

Verkfræðistofan Raftákn er þessa daga að gera úttekt á gatnalýsingarkerfum Rarik í nokkrum sveitarfélögum. Þau eru Borgarnes,  Sauðárkrókur,  Siglufjörður, Dalvík og í Hveragerði.

Verkfræðistofan Raftákn sér um hönnun raflagna í Haganesvík. 

Verkfræðistofan Raftákn sá um forritun á endurbætingu á loftræstikerfi og ljósastýringu fyrir handboltasalinn í íþróttamiðstöðinni Kórnum í Kópavogi

 Verkfræðistofan Raftákn hefur verið með spennandi verkefni fyrir Rarik á Raufarhöfn.

Verkfræðistofan Raftákn sá um hönnun raflagna í Fiskislóð 37c sem verður Hverfastöð vestur fyrir Reykjavíkurborg og hefur verkefnið verið unnið í REVIT. Undirbúningur er á lokastigi og er bygging hússins að fara af stað. 

Verkfræðistofan Raftákn sér um hönnun raflagna í Stóra Brekku. 

Verkfræðistofan Raftákn sá um forritun á loftræstikerfi fyrir Skelfiskmarkaðinn sem opnaði nýlega í Klapparstígnum í Reykjavík.

Halldóruhagi 8-14 hlaut Byggingarlistaverðlaun Akureyrar 2020 og óskar Raftákn Bergfestu innilega til hamingju með þessi glæsilegu verðlaun.

Operation varphæna/Grænegg

Verkfræðistofan Raftákn vinnur að uppfærslu á Kerfisáætlun sem Landsnet gefur út ár hvert og er hún gerð á grundvelli ákvæða raforkulaga. Kerfisáætlun er ætlað að gefa heildarsýn yfir þróun flutningskerfis raforku á næstu árum.  

Verkfræðistofan Raftákn hefur komið að mörgum verkefnum hjá Isavia bæði í Keflavík og úti á landi.

Eftir hönnunarútboð fékk Raftákn það verkefni  að sjá um hönnun á raflagna- og lýsingakerfum í og við Listasafnið á Akureyri. Listasafnið á Akureyri er til húsa að Kaupvangstræti 12 þar sem áður var Mjólkursamlag KEA, en byggingin er undir sterkum áhrifum frá Bauhaus-skólanum og hinni alþjóðlegu funkis-hreyfingu. Safnið er 2200m2 á fimm hæðum og er með 6 sýningasali. 

Verkfræðistofan Raftákn sá um hönnun allra lagna ásamt gerð útboðsgagna fyrir landvinnslu Samherja á Dalvík.

Starfsmenn Raftákns hafa frá áramótum unnið að undirbúningi gangsetningar ásamt starfsmönnum PCC og öðrum verktökum og munu næstu vikurnar vinna á vöktum hjá PCC og fylgjast með að allt virki sem skyldi. 

Verkfræðistofan Raftákn hefur komið að hönnun og/eða forritun stýrikerfa fyrir fráveitur þriggja sveitarfélaga.

Verkfræðistofan Raftákn kom að endurnýjun sundlaugakerfis Dalvíkursundlaugar. 

Verkfræðistofan Raftákn annaðist forritun og prófanir á dælustöð á Jódísarstöðum, sem tilheyrir hitaveitukerfi Norðurorku hf. 

Verkfræðistofan Raftákn annast forritun stýringa fyrir dreifistöðvar Norðurorku á Akureyri.

Verkfræðistofan Raftákn vinnur nú að forritun stýringa og skjámyndakerfis í samvinnu við Rafeyri, Frost og Skagann fyrir nýtt vinnsluhús Varðans Pelagic á Suðurey í Færeyjum. 

Miklar frákvæmdir hafa farið fram á sundlaugarsvæðinu.
Búið er að setja upp þrjár nýjar rennibrautir í stað þeirra tveggja sem fyrir voru.  Ásamt nýjum heitum og köldum pottum.  Einnig var sólbaðsaðstöða endurgerð og gerður stór garður með leiktækjum. 

Hönnun Vörumiðstöðvar Samskipa er stærsta einstaka verkefni sem Raftákn hefur tekið að sér. Um var að ræða alútboð og samið var um verkið við Ístak og samstarfsaðil

Verkfræðistofan Raftákn sá um útreikninga og hönnun á lýsingu, hönnun á rafkerfum, ljósleiðaralögnum og fjarskiptakerfi í Húsavíkurhöfðagöng.

Verkfræðistofan Raftákn hefur um árabil forritað og hannað skjákerfi fyrir heita potta og laugar.

Verkfræðistofan Raftákn sá um hönnun lágspennu, myndavélakerfa, endurnýjun lýsingar, stýrilagnir fyrir stjórnkerfi, forritun og fleira.

Fyrsta teikniverkefni Raftákns í Revit. 

Verkfræðistofan Raftákn hefur séð um eftirlit í Norðfjarðargöngum sem undirráðgjafi verkfræðistofunnar Hnits. Eftirlit Raftákns hefur snúið að eftirliti í tveimur útboðum Vegagerðarinnar í raf-, stýri- og fjarskiptalögnum og í stjórn- og fjarskiptakerfi ganganna. 

Verkfræðistofan Raftákn hefur frá stofnun Becromal haft umsjón og unnið að allri uppbyggingu sjálfvirkra stjórnkerfa í verksmiðju þeirra að Krossanesi á Akureyri

Verkfræðistofan Raftákn sér um forritun og uppsetningu stjórnkerfisins og einnig um hönnun raflagna í viðbygginguna.

Verkfræðistofan Raftákn sá um hönnun breytinga sem varða raf- og lýsingarbúnað ásamt því að hanna og forrita stjórnkerfi fyrir göngin.

Verkfræðistofan Raftákn sá um hönnun rafkerfa og lýsingarhönnun í allar byggingar á Hljómalindarreit sem Þingvangur endurbyggði. Hótel Canopy, veitingastaði, verslanir og íbúðir.

Verkfræðistofan Raftákn fékk það skemmtilega verkefni að hanna stýringu fyrir kornþurrkun fyrir Guðjón Þ. Sigfússon bónda að Grund i Eyjafirði.

Verkfræðistofan Raftákn átti lægsta boð í hönnun rafkerfa fyrir nýtt hjúkrunarheimili fyrir aldraða sem fyrirhugað er að reisa við Vestursíðu. Hjúkrunarheimilið samanstendur af 5 sjálfstæðum 9 íbúða húsum, tengdum saman með tengigangi ásamt sameiginlegu samkomu- og þjónusturými. Þar er samkomusalur og kaffihús, aðstaða fyrir iðju- og sjúkraþjálfun, hárgreiðslustofu og fótsnyrtistofu.

Starfsmenn Raftákns ásamt Siemens í Þýskalandi sjá um alla forritun og uppsetningu stjórnkerfis gufuaflsvirkjunar OR á Hellisheiði. Nú þegar hafa verið gangsettar 3 vélar sem framleiða samtals 120MW.  

Verkfræðistofan Raftákn sá um hönnun á raflögnum í nýja sundlaug ásamt viðbyggingu við íþróttamiðstöðina á Blönduósi. Einnig sá Raftákn um hönnun stýri- og skjákerfi fyrir sundlaugina.  

Verkfræðistofan Raftákn sá um hönnun rafkerfa, lýsingar og stýrikerfa fyrir verslun og vörulager IKEA í Garðabæ. 

Raftákn sá um hönnun á raflögnum í nýja sundlaug á Þelamörk. Einnig sá Raftákn um hönnun stýri- og skjákerfi fyrir sundlaugina.  

Raftákn sá um hönnun almennra raflagna, lýsingu, töflumyndir, öryggiskerfi og loftræsikerfi. Einnig lýsingu á lóð. Skólinn var byggður í tveim áföngum. Aðalhönnuður hússins var AVH.

Verkfræðistofan Raftákn sá um alla raflagnahönnun og gerð útboðsgagna fyrir göngin. Einnig um hönnun og forritun á iðntölvukerfi og skjástýringu. 

Verkfræðistofan Raftákn sá um hönnun á nýju stjórnkerfi fyrir Ísfélag Vestmannaeyja á Þórshöfn.

Átak heilsurækt Strandgötu er ein stærsta líkamsræktarstöðin á landsbyggðinni og glæsileg í alla staði. Húsið er byggt út í sjó og er útsýnið því mikið og fallegt

Við hjá Raftákni erum stolt af því að vera þáttakendur í hönnun Mótorhjólasafns Íslands á safnasvæðinu við Drottningarbraut. 

Verkfræðistofan Raftákn sá um hönnun á öllum rafkerfum hússins

Verkfræðistofan Raftákn sá um hönnun lýsingar, lágspennu, myndavélakerfa, stýringar fyrir stjórnkerfi og fleira. 

Raftákn sá um hönnun á háspennu- og lágspennulögnum ásamt lýsingu fyrir Bolungarvíkurgöng sem nú eru vel á veg komin. Búið að sprengja u.þ.b. helming af lengd ganganna. Einnig sá Raftákn um hönnun veglýsingar utan ganganna.

 

Verkfræðistofan Raftákn sá um hönnun raflagna og lýsingar við endurbætur á Fangelsi Akureyrar auk þess að sjá um forritun bjöllukerfis fangelsisins.

Verkfræðistofan Raftákn sá um endurnýjun á öllum stjórnbúnaði í skolphreinsistöð Orkuveitu Reykjavíkur við Ánanaust.

Verkfræðistofan Raftákn sá um raflagnahönnun kerfisins sem og forritun stýringar dælustöðvar fyrir snjóbyssurnar

Verkfræðistofan Raftákn sá um hönnun skjámyndakefir og stjórnkerfa fyrir Laxárvirkjun.

Verkfræðistofan Raftákn sá um hönnun almennra raflagna, lýsingu, töflumyndir, öryggiskerfi, loftræsikerfi og lýsingu á lóð. 

Raftákn hannað allar lág- og smáspennulagnir,lýsingu utanhúss og innan ásamt töflum og öryggiskerfum í nýbyggingar Háskólans á Akureyri.

Verkfræðistofan Raftákn hefur séð um alla rafmagnshönnun fyrir Síðuskóla frá upphafi

Raftákn sá um hönnun allra rafkerfa Brekkuskóla þ.e. lág- og smáspennulagnir, lýsingu innan húss og utan ásamt hönnun öryggis- stýrikerfa f. skólann. Arkitektur.is sá um hönnun hússins. 

Verkfræðistofan Raftákn hannaði allar almennar raflagnir, lýsingu, töflumyndir, öryggiskerfi og loftræsikerfi í viðbyggingu Lundaskóla, ásamt breytingum á eldra húsnæði sem tengdust stækkun skólans. 

Raftákn sá um hönnun og útboð á öllum rafkerfum hússins þ.e. lág og smáspennulögnum, lýsingu, öryggis- og fjarskiptakerfum ásamt lýsingu utanhúss og á lóð. Aðalhönnum var í höndum AVH, hérna er krækja inn á vefinn þeirra.   http://avh.is/ 

Almennar raflagnir, lýsing, töfluteikningar, hússtjórnar-, fjarskipta- og loftræsikerfi. Raftákn sá um alla hönnun og eftirlit raflagna í Nemendagarða VMA og MA.

Verkfræðistofan Raftákn sá um hönnun raflagna í Naustaskóla á Akureyri. 

Raftákn vinnur að hönnun brautarlýsinga fyrir Flugstoðir ohf. Um er að ræða flugbrautirnar á Akureyri, Egilsstöðum, Ísafirði og Vestmannaeyjum. Í verkinu felst hönnun brautarlýsinga og aðflugsljósa.

Starfsmenn Raftákns sjá um forritun á stjórnkerfi Hellisheiðarvirkjunar í samstarfi við Siemens í Þýskalandi

Verkfræðistofan Raftákn sá um hönnun allra raflagna og gerð útboðsgagna fyrir Héinsfjarðargöng, ásamt hönnun og forritun á iðntölvukerfi og skjástýringu

Verkfræðistofan Raftákn sá um alla raflagnahönnun og gerð útboðsgagna fyrir Fáskrúðsfjarðargöng. Einnig um hönnun og forritun á iðntölvukerfi og skjástýringu.

Verkfræðistofan Raftákn sá um alla raflagnahönnun í fjölnota knatthús við Vallakór í Kópavogi sem hefur hlotið nafnið Kórinn

Finnur Víkingsson hjá Raftákni hefur séð um raflagnahönnun í þau hús sem BE.byggingar hafa byggt allt frá upphafi.

Menningarhúsið Hof er staðsett í miðbæ Akureyrar og er eitt af helstu kennileitum bæjarins. Hringlaga klettur (klettaborg)  sprettur  upp  úr  jörðinni,  í  flatlendu  umhverfinu.  Einföld  sterk  hugmynd  sem  kallast  á  við  klettaborgir (álfaborgir) Norðurlands.  Stuðlabergið utan á húsinu er upprunnið úr námu í Hrepphólum í Hrunamannahreppi. Þyngdin á stuðlaberginu er um 300 tonn og flatarmál um 1600 m².