Átak líkamsræktarstöð

Tengiliðir
Elmar Arnarson
Rafiðnfræðingur
Brynjólfur Jóhannsson
Rafmagnstæknifræðingur
Verktími: 2009 - 2010
Viðskiptavinur: Átak
Staður: Akureyri

Átak heilsurækt Strandgötu er ein stærsta líkamsræktarstöðin á landsbyggðinni og glæsileg í alla staði. Húsið er byggt út í sjó og er útsýnið því mikið og fallegt

Húsið er 1500m² að stærð og öllum þægindum búið. Í húsinu er Átak líkamsrækt og Aqua Spa snyrtistofa. Mikið var lagt upp úr hönnun hússins og var innanhússhönnun í höndum þeirra Fanneyjar Hauksdóttur og Margrétar Jónsdóttur.

Raftákn sá um hönnun rafkerfa, lýsingar og stýrikerfa, auk gerð útboðsgagna fyrir líkamsræktarstöðina.

Mikil áhersla var lögð á vandað efnisval efnisbúnaðar og lýsingar. Starfsemin kallar jafnt á notalega lýsingu og mikla sérlýsingu. Raftákn sá um alla forritun og hönnun stýringar fyrir pott og gufuböð sem og loftræstingu og gólfhita.