Átak líkamsræktarstöð

Tengiliðir
Elmar Arnarson
Rafiðnfræðingur
Brynjólfur Jóhannsson
Rafmagnstæknifræðingur
Verktími: 2009 - 2010
Viðskiptavinur: Átak
Staður: Akureyri

Átak heilsurækt Strandgötu er ein stærsta líkamsræktarstöðin á landsbyggðinni og glæsileg í alla staði. Húsið er byggt út í sjó og er útsýnið því mikið og fallegt

Húsið er 1500m² að stærð og öllum þægindum búið. Í húsinu er Átak líkamsrækt og Aqua Spa snyrtistofa. Mikið var lagt upp úr hönnun hússins og var innanhússhönnun í höndum þeirra Fanneyjar Hauksdóttur og Margrétar Jónsdóttur.

Raftákn sá um hönnun rafkerfa, lýsingar og stýrikerfa, auk gerð útboðsgagna fyrir líkamsræktarstöðina.

Mikil áhersla var lögð á vandað efnisval efnisbúnaðar og lýsingar. Starfsemin kallar jafnt á notalega lýsingu og mikla sérlýsingu. Raftákn sá um alla forritun og hönnun stýringar fyrir pott og gufuböð sem og loftræstingu og gólfhita.

Hótel Deplar

Verkfræðistofan Raftákn sá um hönnun rafkerfa og lýsingarhönnun í byggingar lúxus hótels á Deplum í Fljótum í Skagafirði. Einnig hönnun og forritun stjórnkerfa fyrir sundlaugar og potta ásamt loftræsingu. 

Haganesvík

Verkfræðistofan Raftákn sér um hönnun raflagna í Haganesvík. 

Lundarskóli á Akureyri, viðbygging

Verkfræðistofan Raftákn hannaði allar almennar raflagnir, lýsingu, töflumyndir, öryggiskerfi og loftræsikerfi í viðbyggingu Lundaskóla, ásamt breytingum á eldra húsnæði sem tengdust stækkun skólans.