Austurgarður við Dalvíkurhöfn

Tengiliðir
Elmar Arnarson
Rafiðnfræðingur
Emil Örn Ásgeirsson
Rafmagnstæknifræðingur
Verktími: 2019 - 2020
Viðskiptavinur: Dalvíkurbyggð
Staður: Dalvík

Austurgarður við Dalvíkurhöfn

Í nóvember 2019 var nýr viðlegukantur, Austurgarður við Dalvíkurhöfn, vígður við hátíðlega athöfn. Um er að ræða nýjan  140m langan löndunar og viðlegukant. 

Afldreifingu fyrir hafnarsvæðið var gjörbylt og getur höfnin nú boðið upp á 250A tengingar á 4 stöðum við tvo viðlegukanta sem og minni tengingar 125/63/32/16A á mörgum stöðum. 250A  tengingar er liður í að bjóða stærri notendum landtengingu í stað þess að keyra á eigin afli þegar þegar stoppað er í höfn. Hafnarsvæðið er vel upplýst með LED kösturum og vaktað með nettengdum öryggismyndavélum.  Öll yfirsýn fyrir orkunotkun hafnarinnar er miðlæg í  skjákerfi hjá hafnarverði í vigtarhúsi.  Þar hafa hafa starfsmenn yfirsýn yfir hver og hvar er notkun er á hverjum tíma ásamt raunkostnaði notenda. Hafnarstarfsmenn gefa miðlægt frá skjákerfi heimild fyrir tengingu notenda eða ekki.  Allur aflestur notkunar og reikningargerð er rafrænn og pappírslaus á einfaldan máta.

Verkfræðistofan Raftákn sá um hönnun allra lagna lágspennu, myndavélakerfa, endurnýjun lýsingar, stýrilagnir fyrir stjórnkerfi, forritun, hönnun skjákerfis og fleira. Vinna Raftákns hefur staðið yfir fram á mitt ár 2020 þegar skjákerfi og aflestur var tekið í notkun.

Raftákn hefur unnið fyrir ýmsar hafnir til margra ára og getur boðið upp á heildarlausnir fyrir hafnarsvæði. Þar sem markmiðið er sveigjanleiki og einfalt og áreiðanlegt utanumhald fyrir daglegan rekstur hafnarsvæðis.

Heildarkostnaður við framkvæmdina er áætlaður nálægt 500 milljónum.

 Myndina tók Haukur Arnar Gunnarsson 

https://www.dalvikurbyggd.is/is/frettir/vigsla-austurgards-vid-dalvikurhofn