Búseti Einholt - Þverholt

Tengiliðir
Jóhannes Axelsson
Rafiðnfræðingur
Sara Ómarsdóttir
Tækniteiknari
Verktími: 2014 - 2015
Viðskiptavinur: Búseti
Staður: Reykjavík

Fyrsta teikniverkefni Raftákns í Revit. 

Hönnunin fyrir Búseta er fyrsta verkefnið sem unnið er í Revit hjá Raftákni. Þetta er stórt og mikið verkefni að nota sem byrjunarverkefni en veitir hins vegar góða reynslu fyrir komandi verkefni. Verkefnisstjóri Raftákns í verkinu er Jóhannes Axelsson, teiknarar Ásta Birgisdóttir og Sara Ómarsdóttir sem hafa haft veg og vanda af innleiðingu Revit.

Hönnuður verkefnisins er Sigríður Ólafsdóttir arkitekt FAÍ.

Það krefst vandvirkni og tillitsemi þegar byggt er í gömlum grónum hverfum og jafnvel þarf að rífa eitthvað sem fyrir. Búseti hyggst varðveita iðnaðar- og atvinnusögu reitsins á söguskiltum. 

Ef smellt er á hlekkinn opnast inn á umfjöllun um reitinn og áform Búseta. http://www.buseti.is/einholt/framkvaemdir-vid-einholt-thverholt/umfjollun-um-reitinn 

Háskólinn á Akureyri

Raftákn hannað allar lág- og smáspennulagnir,lýsingu utanhúss og innan ásamt töflum og öryggiskerfum í nýbyggingar Háskólans á Akureyri.

Brekkuskóli á Akureyri

Raftákn sá um hönnun allra rafkerfa Brekkuskóla þ.e. lág- og smáspennulagnir, lýsingu innan húss og utan ásamt hönnun öryggis- stýrikerfa f. skólann. Arkitektur.is sá um hönnun hússins. 

Skelfiskmarkaðurinn, Klapparstíg

Verkfræðistofan Raftákn sá um forritun á loftræstikerfi fyrir Skelfiskmarkaðinn sem opnaði nýlega í Klapparstígnum í Reykjavík.