Fangelsið á Akureyri

Tengiliðir
Gunnar H. Reynisson
Rafmagnstæknifræðingur
Jón Heiðar Árnason
Rafmagnstæknifræðingur
Verktími: 2008
Viðskiptavinur: Fangelsismálastofnun
Staður: Akureyri

Verkfræðistofan Raftákn sá um hönnun raflagna og lýsingar við endurbætur á Fangelsi Akureyrar auk þess að sjá um forritun bjöllukerfis fangelsisins.

Í verkefninu fólst að hanna raflagnir og lýsingu með það til hliðsjónar að hafa viðmótið eins heimilislegt og unnt er, þó alltaf hafi þurft að taka tillit til þess að um fangelsi var að ræða. Instabus ljósastýrikerfi var fyrir í lögreglustöðinni og því var farin sú leið að leggja það einnig inn í fangelsið.

Það að hafa Instabusrofa í öllum klefum bauð upp á þann möguleika að samtengja þann búnað við bjöllukerfi hússins. Iðntölvunet hússins beinir því nú öllum beiðnum um aðstöð beint í þráðlausan síma fangavarðar.

Brekkuskóli á Akureyri

Raftákn sá um hönnun allra rafkerfa Brekkuskóla þ.e. lág- og smáspennulagnir, lýsingu innan húss og utan ásamt hönnun öryggis- stýrikerfa f. skólann. Arkitektur.is sá um hönnun hússins. 

Fiskislóð 37c

Verkfræðistofan Raftákn sá um hönnun raflagna í Fiskislóð 37c sem verður Hverfastöð vestur fyrir Reykjavíkurborg og hefur verkefnið verið unnið í REVIT. Undirbúningur er á lokastigi og er bygging hússins að fara af stað. 

Leikskólinn Hólmasól

Raftákn sá um hönnun og útboð á öllum rafkerfum hússins þ.e. lág og smáspennulögnum, lýsingu, öryggis- og fjarskiptakerfum ásamt lýsingu utanhúss og á lóð. Aðalhönnum var í höndum AVH, hérna er krækja inn á vefinn þeirra.   http://avh.is/