Fiskislóð 37c

Tengiliðir
Finnur Víkingsson
Rafiðnfræðingur/Iðnrekstrarfr.
Elmar Arnarson
Rafiðnfræðingur
Esther Audorf
Tækniteiknari
Anna Runólfsdóttir
Techical draftsman
Verktími: 2018
Viðskiptavinur: Reykjavíkurborg
Staður: Reykjavík

Verkfræðistofan Raftákn sá um hönnun raflagna í Fiskislóð 37c sem verður Hverfastöð vestur fyrir Reykjavíkurborg og hefur verkefnið verið unnið í REVIT. Undirbúningur er á lokastigi og er bygging hússins að fara af stað. 

Um er að ræða byggingar á loðinni að Fiskislóð 37c í Reykjavík. Starfsemin verður í tveimur samtengdum húsum, skemmu og skrifstofuhúss. Á lóðinni verða óupphitaðar yfirbyggðar geymslur (þrær) fyrir salt, sand og fleira auk geymslu fyrir vinnuskóla Reykjavíkurborgar. Sorpflokkun verður á lóðinni.

Í skrifstofuhúsinu verða skrifstofur, mötuneyti og búningsaðstaða starfsmanna.

Í skemmu verður verkstæði, vinnuskóli Reykjavíkurborgar, garðyrkja og fleira. Aðstaða til að geyma hunda/ dýr tímabundið er í hluta af skemmu með gerði utandyra.

Starfsmenn verða um 50 auk um 80 sumarstarfsmanna.