Isavia

Tengiliðir
Gunnlaugur Búi Ólafsson
Rafmagnsverkfræðingur
Karl Ingimarsson
Rafmagnstæknifræðingur
Jón Heiðar Árnason
Rafmagnstæknifræðingur
Verktími: 2007
Viðskiptavinur: Isavia
Staður: Akureyri

Raftákn vinnur að hönnun brautarlýsinga fyrir Flugstoðir ohf. Um er að ræða flugbrautirnar á Akureyri, Egilsstöðum, Ísafirði og Vestmannaeyjum. Í verkinu felst hönnun brautarlýsinga og aðflugsljósa.

Áður hefur Raftákn hannað lagnakerfi fyrir nýbyggingar, viðbyggingar og endurbætur fyrir flugstöðina á Akureyri. Einnig hefur stofan séð um hönnun á smærri verkefnum tengdum flugvellinum s.s. sandgeymslu, hitastrengi fyrir flugvélaskýli o.fl.

Lundarskóli á Akureyri, viðbygging

Verkfræðistofan Raftákn hannaði allar almennar raflagnir, lýsingu, töflumyndir, öryggiskerfi og loftræsikerfi í viðbyggingu Lundaskóla, ásamt breytingum á eldra húsnæði sem tengdust stækkun skólans. 

Búseti Einholt - Þverholt

Fyrsta teikniverkefni Raftákns í Revit. 

Hótel Deplar

Verkfræðistofan Raftákn sá um hönnun rafkerfa og lýsingarhönnun í byggingar lúxus hótels á Deplum í Fljótum í Skagafirði. Einnig hönnun og forritun stjórnkerfa fyrir sundlaugar og potta ásamt loftræsingu.