Geislatún sambýli fyrir fatlaða á Akureyri

Tengiliðir
Elmar Arnarson
Rafiðnfræðingur
Verktími: 2009
Viðskiptavinur: Akureyrarbær
Staður: Akureyri

Verkfræðistofan Raftákn sá um hönnun á öllum rafkerfum hússins

Þeir einstaklingar sem búa í þessu sambýli eru mjög fatlaðir líkamlega og er því gætt ítrustu sjónamiða varðandi ferlimál fatlaðra innan hússins sem utan.
Gólfhitakerfi er í húsinu, hitastýring með skynjurum í hverju rými. Í húsinu er sjálfvirkt brunaviðvörunarkerfi. Rafdrifnar rennihurðir eru í anddyri hússins. Snjóbræðslulögn er lögð undir verandir og hellulögn frá aðaldyrum að bílastæði fyrir fatlaða. Í þremur íbúðum og á sjúkrabaði er lyftibrautarkerfi. 
Ráðgjafar:
Arkitektar eru Gláma/Kim arkitektar Laugavegi 164 ehf., hönnuður burðarþols og lagna er Verkfræðistofa Norðurlands ehf., hönnun raflagna vann Raftákn ehf., Akureyri og lóðarhönnun Landslag ehf. Landslagsarkitektar.