Geislatún sambýli fyrir fatlaða á Akureyri

Tengiliðir
Elmar Arnarson
Rafiðnfræðingur
Verktími: 2009
Viðskiptavinur: Akureyrarbær
Staður: Akureyri

Verkfræðistofan Raftákn sá um hönnun á öllum rafkerfum hússins

Þeir einstaklingar sem búa í þessu sambýli eru mjög fatlaðir líkamlega og er því gætt ítrustu sjónamiða varðandi ferlimál fatlaðra innan hússins sem utan.
Gólfhitakerfi er í húsinu, hitastýring með skynjurum í hverju rými. Í húsinu er sjálfvirkt brunaviðvörunarkerfi. Rafdrifnar rennihurðir eru í anddyri hússins. Snjóbræðslulögn er lögð undir verandir og hellulögn frá aðaldyrum að bílastæði fyrir fatlaða. Í þremur íbúðum og á sjúkrabaði er lyftibrautarkerfi. 
Ráðgjafar:
Arkitektar eru Gláma/Kim arkitektar Laugavegi 164 ehf., hönnuður burðarþols og lagna er Verkfræðistofa Norðurlands ehf., hönnun raflagna vann Raftákn ehf., Akureyri og lóðarhönnun Landslag ehf. Landslagsarkitektar.

Leikskólinn Hólmasól

Raftákn sá um hönnun og útboð á öllum rafkerfum hússins þ.e. lág og smáspennulögnum, lýsingu, öryggis- og fjarskiptakerfum ásamt lýsingu utanhúss og á lóð. Aðalhönnum var í höndum AVH, hérna er krækja inn á vefinn þeirra.   http://avh.is/ 

Skelfiskmarkaðurinn, Klapparstíg

Verkfræðistofan Raftákn sá um forritun á loftræstikerfi fyrir Skelfiskmarkaðinn sem opnaði nýlega í Klapparstígnum í Reykjavík.

Giljaskóli

Raftákn sá um hönnun almennra raflagna, lýsingu, töflumyndir, öryggiskerfi og loftræsikerfi. Einnig lýsingu á lóð. Skólinn var byggður í tveim áföngum. Aðalhönnuður hússins var AVH.