Háskólinn á Akureyri

Tengiliðir
Jóhannes Axelsson
Rafiðnfræðingur
Verktími: 2008
Viðskiptavinur: Háskólinn á Akureyri
Staður: Akureyri

Raftákn hannað allar lág- og smáspennulagnir,lýsingu utanhúss og innan ásamt töflum og öryggiskerfum í nýbyggingar Háskólans á Akureyri.

Verkefnisstjóri og aðalhönnuður fyrir okkar hönd hefur verið Jóhannes Axelsson. Aðalhönnuðir eru Arkitektastofan Gláma/Kím, Sigurður Halldórsson og félagar. Nú er verið að byggja næsta áfanga, þann næstsíðasta samkvæmt verðlaunatillögunni.

 Veffang Glámu/Kím http://glamakim.is/ myndir fengnar hjá Glámu.

Nýtt hjúkrunarheimili á Akureyri

Verkfræðistofan Raftákn átti lægsta boð í hönnun rafkerfa fyrir nýtt hjúkrunarheimili fyrir aldraða sem fyrirhugað er að reisa við Vestursíðu. Hjúkrunarheimilið samanstendur af 5 sjálfstæðum 9 íbúða húsum, tengdum saman með tengigangi ásamt sameiginlegu samkomu- og þjónusturými. Þar er samkomusalur og kaffihús, aðstaða fyrir iðju- og sjúkraþjálfun, hárgreiðslustofu og fótsnyrtistofu.

Mótorhjólasafnið

Við hjá Raftákni erum stolt af því að vera þáttakendur í hönnun Mótorhjólasafns Íslands á safnasvæðinu við Drottningarbraut. 

Menntaskólinn á Akureyri, nemendagarðar

Almennar raflagnir, lýsing, töfluteikningar, hússtjórnar-, fjarskipta- og loftræsikerfi. Raftákn sá um alla hönnun og eftirlit raflagna í Nemendagarða VMA og MA.