Hellisheiðarvirkjun - stærsta verkefni Raftákns til þessa

Tengiliðir
Logi Guðmundsson
Rafiðnfræðingur
Verktími: 2009 - 2017

Starfsmenn Raftákns ásamt Siemens í Þýskalandi sjá um alla forritun og uppsetningu stjórnkerfis gufuaflsvirkjunar OR á Hellisheiði. Nú þegar hafa verið gangsettar 3 vélar sem framleiða samtals 120MW.  

Á árinu 2009 er svo áætlað að virkja um 130MW í varmaorku (heitu vatni) fyrir höfuðborgarsvæðið.

Þar á eftir eru frekari áform um stækkun raforkuvinnslunnar.

Stjórnkerfi virkjunarinnar nefnist PCS7 og er byggt upp af S7-400 iðnstýrivélum og WinCC skjákerfi.

Iðntölvurnar eru tengdar saman á tvöföldu ljósleiðaraneti og miðast uppbygging kerfisins við svokallað “redundancy”, þ.e. tvær miðeiningar (CPU) vinna samsíða og ef önnur fellur út heldur hin áfram. 

Fjöldi miðeininga sem nú er komið í virkni er 26, allar eru af gerðinni S7 417-4H sem er stærsta eining sem Siemens framleiðir í þessari 400 seríu.  Vinnsluhraði hvers CPU er um 0,03 µs.

Fjöldi stafrænna inn- og útganga er orðinn um 2500 og fjöldi hliðrænna inn- og útganga um 1000.

Leikskólinn Hólmasól

Raftákn sá um hönnun og útboð á öllum rafkerfum hússins þ.e. lág og smáspennulögnum, lýsingu, öryggis- og fjarskiptakerfum ásamt lýsingu utanhúss og á lóð. Aðalhönnum var í höndum AVH, hérna er krækja inn á vefinn þeirra.   http://avh.is/ 

Hótel Deplar

Verkfræðistofan Raftákn sá um hönnun rafkerfa og lýsingarhönnun í byggingar lúxus hótels á Deplum í Fljótum í Skagafirði. Einnig hönnun og forritun stjórnkerfa fyrir sundlaugar og potta ásamt loftræsingu. 

Naustaskóli á Akureyri

Verkfræðistofan Raftákn sá um hönnun raflagna í Naustaskóla á Akureyri.