Arnar M. Ellertsson
Rafmagnstæknifræðingur
Ný borhola tekin í notkun að Reykjum við Reykjabraut í Húnabyggð
Stýringar fyrir hitaveitur víðsvegar er stór hluti verkefna okkar í Raftákni. Hitaveita RARIK í Húnabyggð og á Skagaströnd er ein þeirra. 13. Júní s.l. var tekin í notkun ný borhola að Reykjum. Hitaveitan þjónar nú öllu þéttbýli á Blönduósi og Skagaströnd auk dreifbýlis í Húnabyggð. Raftákn sá um hönnun stýringa fyrir nýju borholuna ásamt annari raflagnahönnun. Jóhannes Sigmundsson var verkefnisstjóri þessa verkefnis f.h. Raftákns.