Hof menningarhús

Tengiliðir
Elmar Arnarson
Rafiðnfræðingur
Brynjólfur Jóhannsson
Rafmagnstæknifræðingur
Verktími: 2003 - 2010
Viðskiptavinur: Akureyrarbær
Staður: Akureyri

Menningarhúsið Hof er staðsett í miðbæ Akureyrar og er eitt af helstu kennileitum bæjarins. Hringlaga klettur (klettaborg)  sprettur  upp  úr  jörðinni,  í  flatlendu  umhverfinu.  Einföld  sterk  hugmynd  sem  kallast  á  við  klettaborgir (álfaborgir) Norðurlands.  Stuðlabergið utan á húsinu er upprunnið úr námu í Hrepphólum í Hrunamannahreppi. Þyngdin á stuðlaberginu er um 300 tonn og flatarmál um 1600 m².

Ákvörðun um byggingu Hofs var tekin árið 1999, enda þörfin fyrir góða aðstöðu til tónleikahalds og aðra listviðburði óumdeild. Fyrsta kóflustungan að Hofi var tekin laugardaginn 15. júlí 2006, en framkvæmdir hófust í ágúst 2006. Brúttó stærð hússins er um 7.413 m². Starfsemi hússins er mjög  fjölbreytt: Veitingastaðir, tónlistarskóli, skrifstofur, verslun og tónlistar- og sviðslistarsalir, stórir sem smáir. Í húsinu er tveir stórir salir fyrir 510 og 200 manns, ásamt minni viðburðarstöðum.

Raftákn sá um hönnun rafkerfa, lýsingar- og stýrikerfa sem og gerð útboðsgagna fyrir menningarhúsið.

Í húsi af þessari stærð sem hýsir jafn fjölbreytta starfsemi er um margskonar rafkerfi að ræða:

Rafkerfi:

Almennar raflagnir ljós og tenglar

Miðlægur búnaður s.s. rafmagnstöflur, krafttöflur og stýritöflur fyrir ýmis kerfi.

EIB (KNX) stýrikerfi fyrir lýsingu, gólfhita og gluggakerfi.

Netkerfi s.s. tölvu og símalagnir.

Sviðsbúnaður lagnir fyrir sviðsbúnað hljóð og ljósakerfi.

Hljóðkerfi fyrir sali, veitingastaði og almenn rými. Hljóðkerfið er einnig partur af öryggiskerfi hússins.

Lýsingarkerfin eru mörg og dæmi um þau eru:

Almenn lýsing: Salir, gangar, tæknirými ofl.

Sviðslýsing: Sérlýsing fyrir sali.

Vinnulýsing: Skrifstofur, skólastofur, eldhús o.fl.

Skrautlýsing: Veitingastaðir, veggir og listmunir.

Útilýsing: Mikið er lagt upp ásýnd hússins og undirstrikar lýsingin sérstöðu þess ásamt almennri útilýsingu fyrir gesti hússins.

Öryggislýsing: Neyðar- og útlýsing

Öryggiskerfi:

Aðgangsstýrikerfi, myndavélakerfi, innbrotakerfi og brunaviðvörunarkerfi, ásamt ýmsum innanhússkerfum fyrir rekstaraaðila hússins.

Forritun:

Forritun á stjórnkerfum fyrir loftræsti-, gólfhita- og gluggakerfi. Sem og forritun miðlægs skjákerfis fyrir kerfi hússins.