Húsavíkurhöfðagöng

Tengiliðir
Brynjólfur Jóhannsson
Rafmagnstæknifræðingur
Verktími: 2016 - 2017
Viðskiptavinur: Vegagerðin
Staður: Húsavík

Verkfræðistofan Raftákn sá um útreikninga og hönnun á lýsingu, hönnun á rafkerfum, ljósleiðaralögnum og fjarskiptakerfi í Húsavíkurhöfðagöng.

Húsavíkurhöfðagöng eru 992 m löng og liggja í gegnum Húsavíkurhöfða frá hafnarsvæðinu á Húsavík að verksmiðjusvæði PCC á Bakka.

Göngin eru 10,8 m breið og er suðurendi ganganna í 6 m hæð y.s og fara þau mest í 21 m hæð y.s. Göngin eru ekki ætluð fyrir almenna umferð heldur eingöngu fyrir umferð frá höfninni að athafnasvæðinu við Bakka.

Einnig um kostnaðargreiningu og gerð útboðsgagna fyrir göngin. Raftákn hannaði stjórnkerfi ganganna og sá um forritun á upplýsinga- og öryggiskerfi þeirra.

Í göngunum eru notaðar Siemens ET200 SP iðntölvur og tengjast þær vaktkerfi Vegagerðarinnar með OPC hugbúnaði.