Ísfélag Vestmannaeyja

Tengiliðir
Brynjólfur Jóhannsson
Rafmagnstæknifræðingur
Gunnar H. Reynisson
Rafmagnstæknifræðingur
Verktími: 2013
Viðskiptavinur: Ísfélag Vestmannaeyja
Staður: Vestmannaeyjar

Verkfræðistofan Raftákn sér um forritun og uppsetningu stjórnkerfisins og einnig um hönnun raflagna í viðbygginguna.

Ísfélag Vestmannaeyja á Þórshöfn stendur í miklum framkvæmdum um þessar mundir. Byggt var við frystihúsið 900m² viðbygging fyrir nýjan lausfrysti og vélasal frystikerfis.  Frystikerfið var stækkað verulega en bætt var við tveimur 250kW frystipressum frá Sabro.  Einnig var settur upp nýr dælukútur fyrir kerfið ásamt eimsvala og millikæli.

Þegar þessum breytingum er lokið eykst vinnslugeta fyrirtækisins verulega enda er lausfrystirinn sá stærsti í Evrópu og færiböndin í honum um 1280 metrar að lengd.

Hótel Deplar

Verkfræðistofan Raftákn sá um hönnun rafkerfa og lýsingarhönnun í byggingar lúxus hótels á Deplum í Fljótum í Skagafirði. Einnig hönnun og forritun stjórnkerfa fyrir sundlaugar og potta ásamt loftræsingu. 

Geislatún sambýli fyrir fatlaða á Akureyri

Verkfræðistofan Raftákn sá um hönnun á öllum rafkerfum hússins

Háskólinn á Akureyri

Raftákn hannað allar lág- og smáspennulagnir,lýsingu utanhúss og innan ásamt töflum og öryggiskerfum í nýbyggingar Háskólans á Akureyri.