Íþróttamiðstöð Dalvíkur - Sundlaug

Tengiliðir
Elmar Arnarson
Rafiðnfræðingur
Víðir Bjarkason
Rafmagnsverkfræðingur
Verktími: 2017
Viðskiptavinur: Dalvíkurbyggð
Staður: Dalvík

Verkfræðistofan Raftákn kom að endurnýjun sundlaugakerfis Dalvíkursundlaugar. 

Ráðist var í framkvæmdir í Sundlauginni í Íþróttamiðstöð Dalvíkur sumarið 2017. Öll laugarkör voru endurnýjuð að miklu leiti og laugasvæðið tekið í gegn. Nýr dúkur var lagður í sundlaugakar og lýsing endurnýjuð. Einnig var sett upp nýtt og umverfisvænna klórkerfi, sem framleiðir klór úr matarsalti með rafgreiningu.

AVH annaðist hönnun og Arkitektúr og Efla hannaði laugakerfin. Vatnslausnir ehf. sáu um uppsetningu og prófanir á klórkerfi.

Verkfræðistofan Raftákn annaðist hönnun, forritun og prófanir á stjórnkerfi laugakerfa. Raftákn sá einnig um lokaúttekt á verkinu.

Hótel Canopy

Verkfræðistofan Raftákn sá um hönnun rafkerfa og lýsingarhönnun í allar byggingar á Hljómalindarreit sem Þingvangur endurbyggði. Hótel Canopy, veitingastaði, verslanir og íbúðir.

Nýtt hjúkrunarheimili á Akureyri

Verkfræðistofan Raftákn átti lægsta boð í hönnun rafkerfa fyrir nýtt hjúkrunarheimili fyrir aldraða sem fyrirhugað er að reisa við Vestursíðu. Hjúkrunarheimilið samanstendur af 5 sjálfstæðum 9 íbúða húsum, tengdum saman með tengigangi ásamt sameiginlegu samkomu- og þjónusturými. Þar er samkomusalur og kaffihús, aðstaða fyrir iðju- og sjúkraþjálfun, hárgreiðslustofu og fótsnyrtistofu.

Hof menningarhús

Menningarhúsið Hof er staðsett í miðbæ Akureyrar og er eitt af helstu kennileitum bæjarins. Hringlaga klettur (klettaborg)  sprettur  upp  úr  jörðinni,  í  flatlendu  umhverfinu.  Einföld  sterk  hugmynd  sem  kallast  á  við  klettaborgir (álfaborgir) Norðurlands.  Stuðlabergið utan á húsinu er upprunnið úr námu í Hrepphólum í Hrunamannahreppi. Þyngdin á stuðlaberginu er um 300 tonn og flatarmál um 1600 m².