Kornþurrkun að Grund í Eyjafirði

Tengiliðir
Örn Ingvarsson
Rafiðnfræðingur
Verktími: 2011
Viðskiptavinur: Grundarbúið
Staður: Eyjafjörður

Verkfræðistofan Raftákn fékk það skemmtilega verkefni að hanna stýringu fyrir kornþurrkun fyrir Guðjón Þ. Sigfússon bónda að Grund i Eyjafirði.

Verkefnið var að hanna stýringu fyrir þurrkun á korni og repjufræjum þannig að framleiðsluvaran sé tilbúin til mölunar. Til þess þarf að ná rakastigi niður í 15%. Stýringin heldur utan um allt þurrkunarferlið, skráir upplýsingar í rauntíma og tryggir stöðugleika í gæðum vörunnar. Þessi upplýsinga skráning tryggir rekjanleika í ferlinum og auðveldar gerð gæðahandbókar.

Þegar þurrkferlinum lýkur er kornið malað og þá tilbúið í kjarnfóðurframleiðslu. Enn sem komið er verður framleiðslan ekki ætluð til manneldis en e.t.v. í framtíðinni.

Þegar kornið eða fræin koma af akrinum hérlendis er rakastigið mun hærra en gerist í Evrópu þar sem kornið nær meiri þroska á akrinum en við getum náð hér á Íslandi, vegna þess hve sumrin okkar eru stutt. Því þurfa íslenskir kornbændur að ná miklu meiri raka út úr korninu í þurrkferlinum. Á Grund er hitaveituvatn notað til hitunar fyrir þurrkunina, sem er sérstaða okkar Íslendinga.

Kornrækt á Íslandi á sér bæði langa sögu og stutta. Hér fyrir neðan eru tveir hlekkir inn á frekari fróðleik ef áhugi er fyrir. Annars vegar skýrsla sem Itellecta vann fyrir Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið 2009 og hins vegar sögulegt yfirlit kornræktar á Íslandi frá Hagþjónustu Landbúnaðarins 

http://www.bondi.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=4645

http://www.hag.is/kornsk.pdf