Landvinnsla Samherja á Dalvík

Tengiliðir
Elmar Arnarson
Rafiðnfræðingur
Hafþór Rúnarsson
Rafmagnsverkfræðingur
Valgerður Frímann Karlsdóttir
Tækniteiknari
Verktími: 2017 - 2018
Viðskiptavinur: Samherji
Staður: Dalvík

Verkfræðistofan Raftákn sá um hönnun allra lagna ásamt gerð útboðsgagna fyrir landvinnslu Samherja á Dalvík.

Um er að ræða 9000m2 byggingu þar sem byggð verður fullkomnasta fiskvinnsla í heimi. Ætlunin er að húsið verði viðmiðið sem íslensk fyrirtæki munu nota til að sýna tæknilausnir sínar og framleiðslu úti um allan heim. 

Áætluð fjárfesting í húsnæði og búnaði eru um 3.500 milljónir króna.

Lundarskóli á Akureyri, viðbygging

Verkfræðistofan Raftákn hannaði allar almennar raflagnir, lýsingu, töflumyndir, öryggiskerfi og loftræsikerfi í viðbyggingu Lundaskóla, ásamt breytingum á eldra húsnæði sem tengdust stækkun skólans. 

Skelfiskmarkaðurinn, Klapparstíg

Verkfræðistofan Raftákn sá um forritun á loftræstikerfi fyrir Skelfiskmarkaðinn sem opnaði nýlega í Klapparstígnum í Reykjavík.

Hof menningarhús

Menningarhúsið Hof er staðsett í miðbæ Akureyrar og er eitt af helstu kennileitum bæjarins. Hringlaga klettur (klettaborg)  sprettur  upp  úr  jörðinni,  í  flatlendu  umhverfinu.  Einföld  sterk  hugmynd  sem  kallast  á  við  klettaborgir (álfaborgir) Norðurlands.  Stuðlabergið utan á húsinu er upprunnið úr námu í Hrepphólum í Hrunamannahreppi. Þyngdin á stuðlaberginu er um 300 tonn og flatarmál um 1600 m².