Listasafnið á Akureyri

Tengiliðir
Jón Heiðar Árnason
Rafmagnstæknifræðingur
Örn Ingvarsson
Rafiðnfræðingur
Emil Örn Ásgeirsson
Rafmagnstæknifræðingur
Þorbjörn Guðbrandsson
Rafmagnstæknifræðingur
Verktími: 2018 - 2019
Viðskiptavinur: Akureyrarbær
Staður: Kaupvangsstræti

Eftir hönnunarútboð fékk Raftákn það verkefni  að sjá um hönnun á raflagna- og lýsingakerfum í og við Listasafnið á Akureyri. Listasafnið á Akureyri er til húsa að Kaupvangstræti 12 þar sem áður var Mjólkursamlag KEA, en byggingin er undir sterkum áhrifum frá Bauhaus-skólanum og hinni alþjóðlegu funkis-hreyfingu. Safnið er 2200m2 á fimm hæðum og er með 6 sýningasali. 

Rafkerfi byggingarinnar samanstendur af lagnaleiðum, lág- og smáspennukerfum. Láspennukerfin eru hinar hefðbundnu 230V raflagnir en smáspennukerfi öll önnur rafkerfi, þ.e. öryggiskerfi, aðgangsstýringar, fjarskiptakerfi, hljóðkerfi og hússtjórnarkerfi.

Lýsingakerfið samanstendur af almennri lýsingu og sérlýsingu í sýningasölunum safnsins einnig neyðar- og flóttalýsingu eins og lög gera ráð fyrir. Raftákn sá einnig um allar stýringar á loftræsi- og hitakerfum safnsins. 

Húsnæði safnsins var nánast fokhelt þegar frárifi lauk og breyttist hönnunin töluvert þess vegna og einnig á framkvæmdatímanum. Það var t.d. vikið frá því að hafa lagnaleiðir sýnilegar á stigum og bökkum og ákveðið að hylja þær að mestu. Gengið var út frá látlausri hönnun þannig að listaverk og sýningagripir fengju að njóta sín.

 Raftákn sá um að velja allan rafbúnað sem notaður er í safninu t.d. lampa, og þar á meðal lampa sem notaðir eru við lýsingu í sýningarsölum. Lýsingin saman stendur af innfelldum og utanáliggjandi lömpum.  Í sölunum eru kastarabrautir með tvennskonar Dalí dimmanlegum lömpum, annars vegar línulömpum í mismunandi lengdum og svo kastarar með stillanlegri linsu. Með þessari samsetningu á lömpum getur starfsfólk safnsins breytt lýsingu eftir því hvaða og hvernig sýningar eru í gangi. Það er t.d. hægt að dimma alla lampana í sölunum eða hvern lampa fyrir sig. Kastarana má dimma og stilla þannig að hægt sé að lýsa upp t.d. hvern sýningargrip fyrir sig. Aðrir lampar í safninu eru LED lampar ýmist hangandi eða innfelldir.

Raftákn gerði kröfu um að allir lampar væru með langan endingartíma, góða litarendurgjöf og lágan glýjustuðul. Einnig að lamparnir hæfðu hönnun safnsins. LED lampar eru alla jafna með mjög góða orkunýtingu. Lýsingunni í safninu er stýrt með KNX/Instabus kerfi.