PCC BakkiSilicon

Tengiliðir
Jóhannes Sigmundsson
Electrical Engineer B.Sc,
Víðir Bjarkason
Rafmagnsverkfræðingur
Verktími: 2017 - 2018
Viðskiptavinur: PCC BakkiSilicon
Staður: Húsavík

Starfsmenn Raftákns hafa frá áramótum unnið að undirbúningi gangsetningar ásamt starfsmönnum PCC og öðrum verktökum og munu næstu vikurnar vinna á vöktum hjá PCC og fylgjast með að allt virki sem skyldi. 

Gangsetning Birtu gekk vel í gær. Til að byrja með er settur straumur á í stuttan tíma í einu, u.þ.b. 5 mín á 30 mín fresti. Tíminn sem straumurinn er settur á er svo aukinn í 10 mín í dag og svo koll af kolli þangað til að stöðugur straumur er á skautunum. Þetta er gert til að upphitnunin fari ekki of skarpt af stað og fóðringin bakist rétt.  Afgas frá ofninum er sent í gegnum reykhreinsivirkið sem dregur úr mengun og lykt frá upphituninni. Þó er möguleiki að væg viðarbrunalykt finnist í næsta nágreni við verksmiðjuna við réttar veðuraðstæður í upphitunarfasanum. 

Frétt og mynd fengin af heimasíðu PCC Bakki Silicon, http://www.pcc.is/2018/05/01/gangsetning-i-gaer-gekk-vel/