RARIK Raufarhöfn

Tengiliðir
Emil Örn Ásgeirsson
Rafmagnstæknifræðingur
Verktími: 2018 - 2018
Viðskiptavinur: RARIK
Staður: Raufarhöfn

 Verkfræðistofan Raftákn hefur verið með spennandi verkefni fyrir Rarik á Raufarhöfn.

Unnið var í samvinnu við Rafeyri sem sá um alla lagnavinnu og uppsetningu búnaðar fyrir vélastýringu.

Verkefnið fellst í stýringu aflrofa og varaaflsvélar í rafstöð við rafmagnsleysi.

Ferlið felst í að starta varaaflsvél, taka út ákveðna aflrofa og setja inn eftir forskrift.

Fjargæsla Rarik getur fjarstýrt ferlinu og hefur aðgengi að snertiskjá á innra neti Rarik.

Búið er að innleiða og prófa ferlið og er það komið í rekstur.