Skolphreinsistöð við Ánanaust

Tengiliðir
Verktími: 2008
Viðskiptavinur: Orkuveita Reykjavíkur
Staður: Ánanaust

Verkfræðistofan Raftákn sá um endurnýjun á öllum stjórnbúnaði í skolphreinsistöð Orkuveitu Reykjavíkur við Ánanaust.

Um er að ræða 5 iðntölvur á etherneti. Allar eru þær frá framleiðandanum Telemecanique og eru þrjár tölvanna af Premium gerð en tvær af gerðinni M340 og er þetta í fyrsta skipti sem við notum slíkar vélar. Forritunin fól í sér stýringu á dælum þriggja safnþróa auk grófsíunar og tveggja sanddæluvagna.

Skjákerfið er af gerðinni 800xA Industrial IT frá ABB sem er samskonar kerfi og er notað í kerfiráð OR. Þá sáum við einnig um gerð skjákerfisins í Ánaustum auk þess sem við komum á tengingu og byggðum upp vöktun á kerfinu frá kerfiráði.

Vörumiðstöð Samskipa

Hönnun Vörumiðstöðvar Samskipa er stærsta einstaka verkefni sem Raftákn hefur tekið að sér. Um var að ræða alútboð og samið var um verkið við Ístak og samstarfsaðil

Nýtt hjúkrunarheimili á Akureyri

Verkfræðistofan Raftákn átti lægsta boð í hönnun rafkerfa fyrir nýtt hjúkrunarheimili fyrir aldraða sem fyrirhugað er að reisa við Vestursíðu. Hjúkrunarheimilið samanstendur af 5 sjálfstæðum 9 íbúða húsum, tengdum saman með tengigangi ásamt sameiginlegu samkomu- og þjónusturými. Þar er samkomusalur og kaffihús, aðstaða fyrir iðju- og sjúkraþjálfun, hárgreiðslustofu og fótsnyrtistofu.

Ikea í Garðabæ

Verkfræðistofan Raftákn sá um hönnun rafkerfa, lýsingar og stýrikerfa fyrir verslun og vörulager IKEA í Garðabæ.