Sundlaug Akureyrar

Tengiliðir
Elmar Arnarson
Rafiðnfræðingur
Karl Ingimarsson
Rafmagnstæknifræðingur
Anna Blöndal
Tækniteiknari og lýsingarhönnuður
Verktími: 2017 - 2018
Viðskiptavinur: Akureyrarkaupstaður
Staður: Akureyri

Miklar frákvæmdir hafa farið fram á sundlaugarsvæðinu.
Búið er að setja upp þrjár nýjar rennibrautir í stað þeirra tveggja sem fyrir voru.  Ásamt nýjum heitum og köldum pottum.  Einnig var sólbaðsaðstöða endurgerð og gerður stór garður með leiktækjum. 

Rennibrautirnar eru alls þrjár og nefnast þær Regnboginn, Klósettskálinn og Aldan. Regnboginn verður lengsta rennibraut á Íslandi, alls 86 metrar að lengd. Klósettskálinn er 28 metra löng og Aldan níu metra löng.

Sundlaugarsvæðið er stórglæsilegt og samanstendur af þremur sundlaugum inni og úti, sjö pottum heitum og köldum ásamt rennibrautum.

Raftákn sá hönnun allra lagna ásamt gerð útboðsgagna.  Ásamt lýsingu á sundlaugarsvæði og neðanvatns í laugum og pottum áamt myndeftirlitskerfum.  Einnig sá Raftákn um stýringu fyrir öll sundlaugarkerfi sem og forritun skjákerfis til stýringar á sundlaugarkerfum