Varði Pelagic- Færeyjum

Tengiliðir
Davíð Rúnar Bjarnason
Hátækniverkfræði B.Sc.
Friðrik Rúnar Halldórsson
Rafmagnstæknifræðingur
Verktími: 2017 - 2018

Verkfræðistofan Raftákn vinnur nú að forritun stýringa og skjámyndakerfis í samvinnu við Rafeyri, Frost og Skagann fyrir nýtt vinnsluhús Varðans Pelagic á Suðurey í Færeyjum. 

Varðinn Pelagic er eitt öflugasta fiskvinnslufyrirtæki Færeyja og verksmiðjan sem mun rísa er eitt af flottari landvinnsluhúsum eyjanna og kemur í stað fyrri vinnslu sem eyðilagðist í miklum bruna sumarið 2017. Um er að ræða forritun á Siemens stýrivélum fyrir frystikerfið, Schneider búnaðir fyrir vinnslukerfið og forritun notendaviðmóts í Wonderware System Platform 2017 fyrir alla vinnsluna.

Vörumiðstöð Samskipa

Hönnun Vörumiðstöðvar Samskipa er stærsta einstaka verkefni sem Raftákn hefur tekið að sér. Um var að ræða alútboð og samið var um verkið við Ístak og samstarfsaðil

Lundarskóli á Akureyri, viðbygging

Verkfræðistofan Raftákn hannaði allar almennar raflagnir, lýsingu, töflumyndir, öryggiskerfi og loftræsikerfi í viðbyggingu Lundaskóla, ásamt breytingum á eldra húsnæði sem tengdust stækkun skólans. 

Síðuskóli á Akureyri

Verkfræðistofan Raftákn hefur séð um alla rafmagnshönnun fyrir Síðuskóla frá upphafi