Þetta eru fimm íbúðareiningar ásamt sameiginlegum stofum og þjónusturými í einnar hæðar húsi. Þeir einstaklingar búa í þessu sambýli eru mjög fatlaðir líkamlega og er því gætt ítrustu sjónamiða varðandi ferlimál fatlaðra innan hússins sem utan.
Gólfhitakerfi er í húsinu, hitastýring með skynjurum í hverju rými. Í húsinu er sjálfvirkt brunaviðvörunarkerfi. Rafdrifnar rennihurðir eru í anddyri hússins tengdar bruna- viðvörunarkerfi og ljúkast upp ef það gefur merki. Í öllum íbúðum er neyðarlýsing. Raftákn sá um hönnun á öllum rafkerfum hússins.

 

 

Hönnunarhópur:

Arkitektar eru Gláma/Kim arkitektar Laugavegi 164 ehf., hönnuður burðarþols og lagna er Verkfræðistofa Norðurlands ehf., hönnun raflagna vann Raftákn ehf., Akureyri og lóðarhönnun Landslag ehf. Landslagsarkitektar.