Að lokinni kynningu

Myndin er tekin á kynningunni.
Myndin er tekin á kynningunni.

Nú er kynningin búin og tókst mjög vel. Þátttakendur voru 27 auk "heimamanna". Farið var yfir virkni kerfanna og það sem er nýtt í þessari útgáfu. Síðan var opnað á fyrirspurnir. Í viðskiptum og atvinnulífi í dag er krafan há um skráningu, eftirlit, rekjanleika og hagræðingu í rekstri. Vörur þurfa að uppfylla staða og það þarf að vera hægt að sýna fram á það. IGSS býður upp á atburðaskráningu þar sem hægt er að fylgjast með ferlinum frá upphafi til enda.

Stýrikerfi á borð við IGSS eru því mjög mikilvæg. Til dæmis í matvælaiðnaði þar sem þarf að vera hægt að sýna fram á að varan hafi farið eftir vissu ferli, verið geymd við rétt hitastig, sé ekki of gömul, hvaðan hráefnið kom o.s.frv. Einnig er hægt minnka áhættu á rekstrarstöðvun vegna bilana með vöktun á búnaði, svokallað fyrirbyggjandi viðhald. Einnig geta stýrikerfi lækkað starfsmannakostnað og minnkað mannaflaþörf ásamt því að spara orku með hagkvæmari stjórnun tækjabúnaðar.

Við vonum að þátttakendur hafi haft bæði gagn og gaman af kynningunni.