Árni Viðar hættir hjá Raftákni

Þann 1. Júní hélt Raftákn upp á afmælið sitt. Tilefni veislunnar var fyrst og fremst starfslok Árna Viðars Friðrikssonar, framkvæmdarstjóra og eins stofnenda Raftákns. 

Mikið var um dýrðir og komu margir gestir til veislunnar. Við buðum „gömlum“ samstarfsaðilum Árna í gegnum tíðina og urðu þarna kærkomnir endurfundir.
Um kvöldið kvöddum við samtarfsmenn Árna hann með grillveislu, söng og gleði.
Við þökkum Árna fyrir frábært samstarf og óskum honum velferðar í þeim verkefnum sem hann tekur sér fyrir hendur í framtíðinni.