Enn ein viðurkenning - hönnun Háskólans á Akureyri

Á Vorkomu Akureyrarstofu voru veittar viðurkenningar m.a. fyrir byggingarlist og hlaut Arkitektastofan Gláma-Kím viðurkenningu fyrir byggingalist fyrir heildarútlit Háskólans á Akureyri og einkar áhugaverða heildarmynd háskólasvæðisins. Þetta er í annað sinn á árinu sem hönnuðir Háskólans fá viðurkenningu fyrir verkefnið. Við óskum Glámu Kím til hamingju og einnig öðrum sem hlutu viðurkenningar og verðlaun á Vorkomunni, ekki hvað sýst þessum frábæra hópi listamanna. Menntun og listir eru stór þáttur í því að móta Akureyri. Við hjá Raftákni eru býsna góð með okkur að hafa tekið þátt í háskólaverkefninu með hönnun lýsingar og lagna.

hask 1Mynd Gláma Kím

Hlekkur inn á frétt Vikudags http://www.vikudagur.is/vikudagur/nordlenskar-frettir/2014/04/24/ragnheidur-bjork-thorsdottir-valin-baejarlistamadur-akureyr