Enn bætist við í starfsmannahópinn

Talsvert hefur fjölgað í starfsmanna hópi Raftákns með hækkandi sól og hafa nú þrír nýjir starfsmenn bæst í hópinn.

Þeir eru Friðgeir Valdemarsson, Stefán Karl Randversson og þá er Ragnar Örn Davíðsson kominn aftur eftir vetrardvöl í Danmörku. Friðgeir verður staðsettur á Akureyri en Stefán og Ragnar verða báðir í Reykjavík og búast má við að kraftar þeirra verði nýttir til hins ýtrasta á Hellisheiðinni þar sem nú er unnið hörðum höndum að ræsingu véla þrjú og fjögur.