Icelandair Hotel v. Þingvallastræti

9. júní opnaði nýtt og glæsilegt Icelandair Hótel. Raftákn hannaði rafkerfi fyrir hótelið og hófst hönnunarvinnan 12. október á síðasta ári. Þetta hefur því verið stuttur framkvæmdatími og vel þurft að halda á spöðunum til að hægt væri að opna hótelið fyrir sumarið. Þetta er fyrri áfangi af tveimur.

Hótelið verður hið glæslegasta og óskum við eigendum þess og starfsfólki til hamingju með daginn og óskum þeim velfarnaðar. Hótelstjóri hins nýja hótels er Sigrún Björk Jakobsdóttir sem sést hér á myndinni til hliðar. Myndin er tekin í einu af herbergjum hótelsins.

Lamparnir á neðri myndinni hanga yfir borði í móttökunni.

Starfsmaður Raftákns skaust og tók myndirnar sem fylgja fréttinni þegar verið var að ganga frá og pakka upp vörum og húsbúnaði. Það var því ekki tilefni að þessu sinni til frekari myndatöku en verður bætt úr því þegar hótelið hefur opnað.


img_4102_640
img_4105_640
img_4106_640