Nýr Landspítali Háskólasjúkrahús - niðurstöður í forvali

3413057_5teumi2 Raftákn tekur þátt í hönnunarsamkeppni nýs Landspítala Háskólasjúkrahús

Í niðurstöðum forvals fyrir hönnunarsamkeppni vegna nýbyggingar Landspítala Háskólasjúkrahúss uppfyllltu sex hönnunarteymi tilskylda hæfniskröfur. Fimm stigahæstu teymin taka svo þátt í samkeppninni. Myndin er af vef LSH - tekin þegar niðurstöður forvals voru kynntar 22.02.2010.  

 

Raftákn er í teymi með TBL arkitektum, sem er ábyrgðaraðili teymisins, Ferli verkfræðistofu, John Cooper Architecture, Origo arkitektgruppe AS, COWI A/S, Vinnuvernd og HCP.

Teymið hlaut fullt hús stiga ásamt þremur öðrum.

Hér á eftir eru slóðir annarra en Raftákns í hönnunarteyminu.

http://www.tbl.is/ 

http://www.ferill.is/  

http://www.jcaarchitects.co.uk

http://www.origo.as

http://www.cowi.no

http://www.vinnuvernd.is/

http://www.hcp.co.uk/

Samkeppnin er tvíþætt, annars vegar skipulag lóðar Landspítala við Hringbraut í heild og hins vegar útfærslu á fyrsta áfanga 66 þúsund fermetra nýbyggingu undir spítalastarfssemi.

Byggingunni er skipt í þrjá megin hluta.

  • Bráðakjarna með mótttöku, myndgreiningu, gjörgæslu og skurð- og rannsóknarstofum.
  • Legudeildir með 180 rúmum sem öll eru í einbýli
  • Sjúklingahótel með 80 herbergjum.

Gert er ráð fyrir að það teymi sem vinnur samkeppnina sjái um hönnun fram að einkaframkvæmdarútboði en starfi að því loknu við verkefnisstjór og hönnunarrýni með verkkaupa.