Öskudagur

Vel heppnuðum Öskudagsmorgni er lokið. Fjölmörg lið heimsóttu okkur í Glerárgötunni og sungu fyrir okkur. Lagavalið var mjög fjölbreytt í dag - margir fallegir og hugvisamlega gerðir búningar og allir flytjendur til hreinnar fyrirmyndar. Við þökkum öllum liðunum sem komu kærlega fyrir skemmtunina.

Þessi dagur er alltaf sérlega skemmtilegur og við sem erum alin upp við þessa hefð upplifum ár hvert æskuárin í "Allir hlæja á Öskudaginn", "Sá ég spóa..." og "Bjarnastaðabeljurnar.." ásamt fjölmörgum öðrum gömlum og nýjum lögum.

Ekki voru allir háir í loftinu sem komu

 

 

 

 

Það voru nú ekki allir mjög stórir. Smellið á myndina til að sjá fleiri myndir frá Öskudegi