Raftákn á afmæli

Raftákn er ört stækkandi og framsækjandi fyrirtæki. Hjá okkur vinna 26 manns í dag og erum við ákaflega stolt af okkar frábæra starfsfólki.

Margt verður á döfinni hjá okkur í ár fyrir utan okkar hefðbundnu verkefni. Röð fyrirlestra verða í Háskólanum á Akureyri og er fyrsti nú þegar búinn en það var fyrirlestur um Iðntölvur sem Gunnlaugur Búi flutti 18. febrúar.

 

Næst eru það Atvinnuumhverfi 17. mars og er það Sigurjón Jóhannesson sem stýrir þeim fyrilestri, þá er það Ljósahönnun og stýring 14. apríl sem Elmar Arnarson sér um og að lokum Orkugjafar og veitur 19. maí sem Brynjólfur Jóhannsson sér um.

 

Á sjálfan afmælisdaginn eða helgina þar á eftir mun verða mikið um dýrðir hjá afmælibarninu en nánari upplýsingar verða veittar innan tíðar. En takið föstudaginn 3. júní frá því þá munum við bjóða heim og skemmta ykkur Raftákns-style :)

Afmælisauglýsing