Raftákn bætir við sig húsnæði

Raftákn hefur um nokkurn tíma búið við húsnæðisþrengsli sem nú sér fyrir endann á. Laugardaginn 30. maí var skrifað undir kaupsamning þar sem fyrirtækið kaupir 2. hæðina að Glerárgötu 34 af Biti ehf/Teiti Jónssyni. Jafnframt var skrifað undir leigusamning við Gísla E. Árnason um austurhluta hæðarinnar ásamt helmingi vesturhlutans fyrir tannlæknastofur.  Á myndinni eru frá vinstri Gísli E Árnason, Teitur Jónsson og Árni V. Friðriksson.  Nú má segja að hring sé lokað því þegar Raftákn flutti starfsemi sína úr Glerárgötu 20 í Glerárgötu 34 árið 1980 var það einmitt í  helming vesturhluta 2. hæðar.