Raftákn var fyrsta Íslenska verkfræðistofan til að gerast Siemens Solution

Til að uppfylla skilyrði Siemens þurfa a.m.k. tveir starfsmenn að standast próf í hinum ýmsu greinum á tveggja ára fresti. Nú er prófinu fyrir árin 2018 - 2019 nýlokið og Raftákn uppfyllir allar kröfur til að geta verið Siemens Solution Partner í Advanced Factory Automation og Industrial Communication. Við erum stolt af frammistöðu okkar starfsmanna í þessum prófum og leggjum mikla áherslu á að viðhalda þekkingu þeirra. Það sýnir sig í því að engin verkfræðistofa sendi fleiri fulltrúa en Raftákn í prófin.