Raftákn viðskiptafélagi nr. 1 hjá 7-Technologies í júlí

7-Technologies hefur útnefnt Raftákn viðskiptafélaga mánaðarins í júlí mánuði.

Í hverjum mánuði útnefnir 7-Technologies viðskiptafélaga mánaðarins í viðurkenningarskini fyrir góða sölu á IGSS hugbúnaði og það er ánægjulegt að vera í þeim sporum að þessu sinni.Raftákn hefur átt gott samstarf við 7-Technologies um árabil og sífellt fleiri kjósa IGSS hugbúnað til stýringa eins og þessi viðurkenning ber með sér.

Starfsmenn Raftákns hafa sett upp nærri 100 skjámyndakerfi af ýmsum stærðum og gerðum og það kerfi sem mest hefur verið notað er IGSS frá 7t. Kerfið er eitt fullkomnasta skjámyndakerfi sem völ er á og mikið notað á Norðurlöndunum. Öll framsetning á myndum og texta er aðgengileg. Hægt er að velja öll helstu tungumál auk þess að vera á íslensku. Þá er kerfið með innbyggt lifandi viðhaldskerfi þar sem miða má við gangtíma, fjölda ræsinga/stöðvana eða áraun, það getur sent textaboð á GSM síma þ,e, SMS boð auk ýmissa annara möguleika.

 

Viðurkenningin felst í því að logo Raftákns kemur upp á opnunarsíðu fyrirtækisins ásamt krækju inn á heimasíðuna.

Hér fyrir neðan er krækja inn á heimasíðu 7t.

http://www.7t.dk/company/default.asp?showid=41