Sjávarútvegssýningin 2016 og Raftákn

Raftákn mun í samstarfi við Vélfag á Ólafsfirði og Slippinn á Akureyri vera með bás á sýningunni. Þar munum við ásamt samstarfsaðilum okkar sýna ýmislegt skemmtilegt sem tæknin hefur uppá að bjóða.

Sýningin er vettvangur fyrir fagaðila og alla sem áhuga hafa á sjávarútvegi að koma og kynna sér nýjungar og framfarir í greininni.

Heimasíða sýningarinnar er www.icelandfishexpo.is

Við hvetjum ykkur til að kíkja í básinn okkar, spjalla og þiggja veitingar. Við verðum á svæði A12 sem gula svæðið á myndinni.

Með von um að sjá sem flesta

Kveðja, starfsfólk Raftákns.