Stýrikerfi

Í fréttabréfi frá 7t. kemur fram að stærsta umferðarkerfi Noregs í Osló, þ.e. göngum og nærliggjandi svæðum,  er stýrt með IGSS stýrikerfi.  Skv. yfirlýsingu frá Amiri Farzin forstjóra Umferðarstjórnunar miðstöðvar Osló borgar hefur „IGSS verið notað í stjórnstöðinni frá 1990, stoðþjónustan við kerfið verið frábær og sveigjanleiki til að mæta nýjum kröfum til fyrirmyndar ásamt sanngjörnum uppfærslusamningum fyrir nýrri útgáfur.“

 

 img_1046_640

Brynjólfur og Jóhannes v. Fáskrúðsfjörð

Raftákn hefur um árabil sett upp IGSS kerfin frá 7t. víða um land í margvísleg verkefni, þar á meðal jarðgöng. IGSS stýrikerfin eru í flestum göngum landsins, sem á annað borð er stýrt, þ.e. Hvalfjarðargöngum, Fáskrúðsfjarðargöngum, Almannaskarði og verður einnig í Héðinsfjarðargöngum. Kostir IGSS eru sveigjanleiki og geta kerfisins til að vinna með öllum gerðum iðntölva. 

Þetta eru þó ekki einu stýrikerfin sem Raftákn setur upp . Í Becromal aflþynnuverksmiðjunni á Akureyri er t.d. eitt stærsta InTouch kerfi landsins sem fyrirtækið sér um uppsetningu og forritun á, ABB Industrial IT sem er yfirstýrikerfi Orkuveitu Reykjavíkur á Búðarhálsi, WinCC fyrir Hellisheiðarvirkjun og Elkem Grundartanga o.s.frv.  Tæknimenn fyrirtækisins leggja metnað sinn í að hafa sem allra víðtækasta þekkingu og reynslu til að mæta óskum viðskiptavina.

 

 img_2673_640

Stjórntafla í göngum undir Almannaskarð

Hér fyrir neðan er krækja inn á fréttasíðu 7t.

http://7tigss.s3.amazonaws.com/customercases/IGSS_CustomerCase_OlsoTrafficManagement

Nú er búið að ákveða að setja upp heildstætt hússtjórnarkerfi með IGSS fyrir allar byggingar Fasteigna Akureyrar sem stýrt er til að halda utan um viðhald og rekstur, enda býður kerfið upp á skráningar og viðvaranir sem gerir reksturinn skilvirkari og öruggari.

Núna eru í gangi kerfi í níu byggingum hjá Akureyrarbæ sem eftir breytinguna verða sameinuð á einu kerfi ásamt tveimur nýjum byggingum. Ellefu byggingar verða þannig á einu hússtjórnarkerfi sem sparar stórar fjárhæðir fyrir bæinn í uppfærslum og rekstri kerfanna.

 

1_feb_09_b_008_640 Menningarhúsið Hof