| Í fréttabréfi frá 7t. kemur fram að stærsta umferðarkerfi Noregs í Osló, þ.e. göngum og nærliggjandi svæðum, er stýrt með IGSS stýrikerfi. Skv. yfirlýsingu frá Amiri Farzin forstjóra Umferðarstjórnunar miðstöðvar Osló borgar hefur „IGSS verið notað í stjórnstöðinni frá 1990, stoðþjónustan við kerfið verið frábær og sveigjanleiki til að mæta nýjum kröfum til fyrirmyndar ásamt sanngjörnum uppfærslusamningum fyrir nýrri útgáfur.“ 
 | 
			  Brynjólfur og Jóhannes v. Fáskrúðsfjörð | 
| Raftákn hefur um árabil sett upp IGSS kerfin frá 7t. víða um land í margvísleg verkefni, þar á meðal jarðgöng. IGSS stýrikerfin eru í flestum göngum landsins, sem á annað borð er stýrt, þ.e. Hvalfjarðargöngum, Fáskrúðsfjarðargöngum, Almannaskarði og verður einnig í Héðinsfjarðargöngum. Kostir IGSS eru sveigjanleiki og geta kerfisins til að vinna með öllum gerðum iðntölva. Þetta eru þó ekki einu stýrikerfin sem Raftákn setur upp . Í Becromal aflþynnuverksmiðjunni á Akureyri er t.d. eitt stærsta InTouch kerfi landsins sem fyrirtækið sér um uppsetningu og forritun á, ABB Industrial IT sem er yfirstýrikerfi Orkuveitu Reykjavíkur á Búðarhálsi, WinCC fyrir Hellisheiðarvirkjun og Elkem Grundartanga o.s.frv. Tæknimenn fyrirtækisins leggja metnað sinn í að hafa sem allra víðtækasta þekkingu og reynslu til að mæta óskum viðskiptavina. 
 | 
			  Stjórntafla í göngum undir Almannaskarð | 
Hér fyrir neðan er krækja inn á fréttasíðu 7t.
http://7tigss.s3.amazonaws.com/customercases/IGSS_CustomerCase_OlsoTrafficManagement
| Nú er búið að ákveða að setja upp heildstætt hússtjórnarkerfi með IGSS fyrir allar byggingar Fasteigna Akureyrar sem stýrt er til að halda utan um viðhald og rekstur, enda býður kerfið upp á skráningar og viðvaranir sem gerir reksturinn skilvirkari og öruggari. Núna eru í gangi kerfi í níu byggingum hjá Akureyrarbæ sem eftir breytinguna verða sameinuð á einu kerfi ásamt tveimur nýjum byggingum. Ellefu byggingar verða þannig á einu hússtjórnarkerfi sem sparar stórar fjárhæðir fyrir bæinn í uppfærslum og rekstri kerfanna. | 
 
			 | 
| 
 | 




