Vörumiðstöð Samskipa

Tengiliðir
Gunnar H. Reynisson
Rafmagnstæknifræðingur
Jón Heiðar Árnason
Rafmagnstæknifræðingur
Verktími: 2016
Viðskiptavinur: Samskip
Staður: Reykjavík

Hönnun Vörumiðstöðvar Samskipa er stærsta einstaka verkefni sem Raftákn hefur tekið að sér. Um var að ræða alútboð og samið var um verkið við Ístak og samstarfsaðil

Arkís sá um arkitektúr, VGK um hitakerfi og lagnir en Raftákn um raflagnahönnun og forritun hússtjórnarkerfisins. Vörumiðstöð Samskipa er ekkert smáhýsi: Húsið er 250 m langt og 78 m breitt og allt að 19 m hátt. Starfsmannaaðstaða og skrifstofur fyrir um 300 manns eru á þremur hæðum inni í byggingunni og er heildar gólfflötur byggingarinnar um 27.000 m2.