Gunnar lauk prófi í rafvirkjun frá Iðnskólanum í Reykjavík 2002. Hann lauk rafmagns- tæknifræði (B.Eng) á sterkstraumssviði frá Syddansk Universitet 2008 og M.Sc. í rafmagnsverkfræði á sterkstraumssviði frá Danmarks Tekniske Universitet 2011. Gunnar vann hjá RST Net frá 2011 þar til nú m.a. við uppbyggingu afriðladeildar fyrir Alcoa Fjarðaál ásamt verkefnum tengdum tengivirkjum virkjana.
Gunnar hóf störf hjá Raftákni í janúar 2015.
Verksvið: Iðnstýringar, skjákerfi, kerfishönnun og tilboðsgerð.
Haukur lauk stúdentsprófi af eðlisfræðibraut Menntaskólans á Akureyri 1999 Útskrifaðist sem rafmagnsverkfræðingur frá Aalborg Universitet í Danmörku frá "Institude of Energy Technology" af brautinni "Electrical Power Systems and High Voltage Technology" 2006.
Haukur vann áður hjá Scanel international A/S frá 2007 til 2009, hjá ENV-net í Danmörku 2006. Hann starfar á iðnaðarsviði með starfsstöð í Akralind 6, Kópavogi.
Hefur starfað hjá Raftákni síðan 2009.
Verksvið: Iðnstýringar, skjákerfi, hönnun háspennukerfa og tilboðsgerð.