Sundlaugin á Blönduósi

Tengiliðir
Gunnar H. Reynisson
Rafmagnstæknifræðingur
Verktími: 2009
Viðskiptavinur: Blönduósbær
Staður: Blönduós

Verkfræðistofan Raftákn sá um hönnun á raflögnum í nýja sundlaug ásamt viðbyggingu við íþróttamiðstöðina á Blönduósi. Einnig sá Raftákn um hönnun stýri- og skjákerfi fyrir sundlaugina.  

Umhverfisvænar lausnir eru notaðar í sambandi við klór og sýrujöfnun í lauginni. Blönduósbær keypti búnað til klórframleiðslu á staðnum og sódi sem fellur til við þá framleiðslu er síðan notaður til jöfnunar á sýrustigi vatnsins sem er víðast hvar gert með kolsýru. Þetta er nýjung hér á landi. Klórframleiðslan er gerð með rafgreiningu á salti og eru klórgildin og sýrustigið vöktuð í gegnum iðntölvur og skjástýrikerfi sem hannað og forritað er af Raftákni. Stýrikerfið stýrir einnig öðrum þáttum s.s. hitastigi í pottum og laugum, hitastigi í sturtum, snjóbræðslu í stéttum o.s.frv.

Verkefnisstjórar voru:

Gunnar H. Reynisson stýringar og almennar raflagnir. Lýsingarhönnun Jóhannes Axelsson

Um er að ræða útisundlaug, potta og vaðlaug ásamt rennibraut og gufubaði. Sundlaugin var formlega tekin í notkun 17. júlí 2010 Hönnuður var Jón Guðmundsson arkitekt.

Verkfræðistofa Norðurlands sá um burðarþol og lagnir. Hérna er krækja inn á vef Blönduóssskóla þar sem m.a. má sjá myndir frá sundlauginni og fræðast frekar um nýjungar í sambandi við klórframleiðsluna.

Tengd verkefni
Sundlaug Þelamörk

Raftákn sá um hönnun á raflögnum í nýja sundlaug á Þelamörk. Einnig sá Raftákn um hönnun stýri- og skjákerfi fyrir sundlaugina.  

Sundlaugin Hrafnagili

Verkfræðistofan Raftákn sá um hönnun lýsingar, lágspennu, myndavélakerfa, stýringar fyrir stjórnkerfi og fleira. 

Sundlaug Akureyrar

Miklar frákvæmdir hafa farið fram á sundlaugarsvæðinu.
Búið er að setja upp þrjár nýjar rennibrautir í stað þeirra tveggja sem fyrir voru.  Ásamt nýjum heitum og köldum pottum.  Einnig var sólbaðsaðstöða endurgerð og gerður stór garður með leiktækjum.