Fréttir

Light & building - í Frankfurt

Light & building sýningin var haldin í Frankfurt um mánaðamótin mars - apríl 2014.

Revit - Naviate - BIM

Raftákn hefur tekið í notkun hönnunar og teikniforrit fyrir lagnateikningar og lýsingarhönnun. Autodesk Revit byggir á Building Information Modeling (BIM) sem er hugmyndafræði sem er í vaxandi mæli notuð við hönnun mannvirkja um allan heim. BIM hugmyndafræðin byggir á því að allir hönnuðir sem koma að hönnun mannvirkis vinni út frá einu sameiginlegu byggingarlíkani sem vistað er miðlægt. Revit sameinar bæði þrívíðar og tvívíðar teikningar.

Öskudagur

Vel heppnuðum Öskudagsmorgni er lokið. Fjölmörg lið heimsóttu okkur í Glerárgötunni og sungu fyrir okkur.

Arctic services

Raftákn tekur þátt í markaðsátaki Arctic services sem hefur þann tilgang fyrst og fremst að kynna þá þjónustu sem Eyjafjarðarsvæðið getur boðið upp á.

Breyting í starfsliði Raftákns

Í byrjun árs hættu tveir starfsmenn störfum hjá Raftákni, þeir Hjörleifur Ólafsson og Jón Kristinn Sigurðsson

Hellisheiði

Nú er farið að síga á seinni hlutann í Siemens verkefninu á Hellisheiðinni. Undanfarin sjö ár hafa starfsmenn Raftákns unnið að uppsetningu og forritun á stýrikerfum fyrir Hellisheiðarvirkjun, sem undirverktakar Siemens sem átti lægsta boð í stýrikerfi virkjunarinnar. Fyrstu árin voru hér á landi erlendir starfsmenn frá þeim ásamt starfsmönnum Raftákns,  en síðustu fjögur árin hafa starfsmenn Raftákns séð alfarið um alla forritunarvinnu varðandi þeirra hluta á Heiðinni.

Siemens Solutions Partner

Þann 6. Október s.l. var skrifað undir „Siemens Solutions Partner“ samning milli Raftákns og Siemens. Þessi samningur er vottun frá Siemens og einungis veitt samstarfsaðilum sem uppfylla þeirra kröfur um þekkingu og færni í lausnum á sviði sjálfvirknivæðingar. Svona samningur opnar ýmsa möguleika fyrir Raftákn að taka að sér verkefni bæði hérlendis og erlendis. Fyrirtækið er ákaflega stolt af starfsmönnum sínum og telur þetta staðfestingu á því að mikil þekking, færni og reynsla býr í mannauði þess. Árni V. Friðriksson undirritaði samninginn fyrir hönd Raftákns. Á myndinni tekur Árni við samningnum frá Sigurði R. Jónssyni fulltrúa Smith og Norland sem er umboðsaðili fyrir Siemens á Íslandi. 

Icelandair Hotel v. Þingvallastræti

9. júní opnaði nýtt og glæsilegt Icelandair Hótel. Raftákn hannaði rafkerfi fyrir hótelið og hófst hönnunarvinnan 12. október á síðasta ári. Þetta hefur því verið stuttur framkvæmdatími og vel þurft að halda á spöðunum til að hægt væri að opna hótelið fyrir sumarið. Þetta er fyrri áfangi af tveimur. Hótelið verður hið glæslegasta og óskum við eigendum þess og starfsfólki til hamingju með daginn og óskum þeim velfarnaðar. Hótelstjóri hins nýja hótels er Sigrún Björk Jakobsdóttir sem sést hér á myndinni til hliðar. Myndin er tekin í einu af herbergjum hótelsins. Lamparnir á neðri myndinni hanga yfir borði í móttökunni. Starfsmaður Raftákns skaust og tók myndirnar sem fylgja fréttinni þegar verið var að ganga frá og pakka upp vörum og húsbúnaði. Það var því ekki tilefni að þessu sinni til frekari myndatöku en verður bætt úr því þegar hótelið hefur opnað.

Vorfundur Samorku

Vorfundur Samorku var haldinn í Hofi dagana 26. og 27. maí s.l. Raftákn var, að venju,með kynningarbás á sýningunni sem er fastur liður vorfundar sem haldinn er á þriggja ára fresti, alltaf á Akureyri. Sýningin hefur fram að þessu haft aðsetur í íþróttahöllinni en var nú í fyrsta skipti í Hofi. Á myndinni hér til hægri er Jóhannes Sigmundsson í kynningarbás fyrirtækisins - allt orðið klárt fyrir opnun.   Jens Krogh Løppenthien frá Seven Technologies í Danmörku var gestur okkar á sýningunni og kynnti Aquis og Thermis, vaktkerfi frá 7t fyrir vatns- og hitaveitur. Þessi kerfi hafa ekki verið kynnt áður hér á landi en á sýningunni kom í ljós að full þörf var á því.    

Endurnýjun á húsnæði Raftákns

  Nú standa yfir gagngerar endurbætur á húsnæðinu okkar að Glerárgötu 34 á Akureyri. Hluti starfseminnar flyst nú á 2. hæð hússins og verið er að tengja hæðirnar saman með stiga inni í rýminu. Þetta hefur í för með sér mikið rask og vinnuaðstaðan öll í uppnámi.     Framkvæmdirnar ganga vel og verður vonandi lokið innan tíðar. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda viðskiptavinum okkar. Myndirnar sem fylgja fréttinni eru af framkvæmdunum. Á efri myndinni er búið að saga í gólfplötuna fyrir hringstiga milli hæðanna. Á neðri myndinni sést vesturhluti húsnæðisins á 3. hæð allur sundur rifinn.