Fréttir

Úr félagsstarfinu

 Í nóvember var haldinn vinnufundur starfsfólks að Hótel Hamri í Borgarfirði. Verkefni fundarins var gæðastjórnunarkerfið og notkun þess. Tilefnið var einnig notað til að gera sér glaðan dag með ýmsu móti þar sem flestir starfsmenn fyrirtækisins voru samankomir þarna. Farið var í skoðunarferð í Hellisheiðarvirkjun, sem er stærsta verkefni Raftákns til þessa.   Hópurinn fór síðan í Landnámssetrið í kvöldverð og á leik-sýninguna Mr.Skallagrímsson á eftir. Óhætt er að mæla með þeirri sýningu við hvern sem er. Á meðan starfsmenn sátu vinnufundinn fóru makar í Brúðuheima og skoðuðu leikbrúðu safnið og leikhúsið sem þar er starfrækt.  Myndir úr vinnuferðinni má sjá í möppu undir myndir hér á heimasíðunni.  

Nýr starfsmaður

Jón Kristinn Sigurðsson hefur hafið störf hjá Raftákni. Jón Kristinn er rafmagnsverkfræðingur  B.Sc. frá Háskóla Íslands 2006 og M.Sc frá Danmarks Tekniske Universitet (DTU) 2010. Hann mun starfa hjá útibúi fyrirtækisins á höfuðborgarsvæðinu á iðnaðarsviði. Við bjóðum Jón Kristinn velkominn til starfa.

Stýrikerfi

Í fréttabréfi frá 7t. kemur fram að stærsta umferðarkerfi Noregs í Osló, þ.e. göngum og nærliggjandi svæðum,  er stýrt með IGSS stýrikerfi.  Skv. yfirlýsingu frá Amiri Farzin forstjóra Umferðarstjórnunar miðstöðvar Osló borgar hefur „IGSS verið notað í stjórnstöðinni frá 1990, stoðþjónustan við kerfið verið frábær og sveigjanleiki til að mæta nýjum kröfum til fyrirmyndar ásamt sanngjörnum uppfærslusamningum fyrir nýrri útgáfur.“     Brynjólfur og Jóhannes v. Fáskrúðsfjörð Raftákn hefur um árabil sett upp IGSS kerfin frá 7t. víða um land í margvísleg verkefni, þar á meðal jarðgöng. IGSS stýrikerfin eru í flestum göngum landsins, sem á annað borð er stýrt, þ.e. Hvalfjarðargöngum, Fáskrúðsfjarðargöngum, Almannaskarði og verður einnig í Héðinsfjarðargöngum. Kostir IGSS eru sveigjanleiki og geta kerfisins til að vinna með öllum gerðum iðntölva.  Þetta eru þó ekki einu stýrikerfin sem Raftákn setur upp . Í Becromal aflþynnuverksmiðjunni á Akureyri er t.d. eitt stærsta InTouch kerfi landsins sem fyrirtækið sér um uppsetningu og forritun á, ABB Industrial IT sem er yfirstýrikerfi Orkuveitu Reykjavíkur á Búðarhálsi, WinCC fyrir Hellisheiðarvirkjun og Elkem Grundartanga o.s.frv.  Tæknimenn fyrirtækisins leggja metnað sinn í að hafa sem allra víðtækasta þekkingu og reynslu til að mæta óskum viðskiptavina.     Stjórntafla í göngum undir Almannaskarð Hér fyrir neðan er krækja inn á fréttasíðu 7t. http://7tigss.s3.amazonaws.com/customercases/IGSS_CustomerCase_OlsoTrafficManagement

7t - Seven Technologies IGSS heimasíða

  Raftákn hefur í nokkur ár unnið með Igss skjákerfið frá Seven Technologies í Danmörku. Við höfum meðal annars unnið stjórnkerfi fyrir Hitaveitu Egilsstaða og Fella þar sem raungögn úr því eru sýnd á heimasíðu hitaveitunnar. Á heimasíðu IGSS er nú sýnt hvernig þessi lausn vinnur. http://www.igss.com/overview/igss-v8-product-information/Live-IGSS-Data-on-Web-Pages.aspx http://hef.is/default.asp?sida=igssdata.asp   Yfirlitsmynd HEF    

Afmæli

Raftákn er 34 ára í dag. Fyrirtækið hefur vaxið jafnt og þétt á þessum árum og starfsmenn eru nú orðnir tuttugu og fjórir. Við þökkum starfsmönnum okkar og samstarfsfólki samskiptin á þessum þrjátíu og fjórum árum.   Glerárgata 34 Sjá nánar um Raftákn undir "Fyrirtækið" hér á heimasíðunni.   Starfsfólk í lok árs 2009

Nýr Landspítali Háskólasjúkrahús - niðurstöður í forvali

 Raftákn tekur þátt í hönnunarsamkeppni nýs Landspítala Háskólasjúkrahús Í niðurstöðum forvals fyrir hönnunarsamkeppni vegna nýbyggingar Landspítala Háskólasjúkrahúss uppfyllltu sex hönnunarteymi tilskylda hæfniskröfur. Fimm stigahæstu teymin taka svo þátt í samkeppninni. Myndin er af vef LSH - tekin þegar niðurstöður forvals voru kynntar 22.02.2010.     Raftákn er í teymi með TBL arkitektum, sem er ábyrgðaraðili teymisins, Ferli verkfræðistofu, John Cooper Architecture, Origo arkitektgruppe AS, COWI A/S, Vinnuvernd og HCP. Teymið hlaut fullt hús stiga ásamt þremur öðrum. Hér á eftir eru slóðir annarra en Raftákns í hönnunarteyminu. http://www.tbl.is/  http://www.ferill.is/   http://www.jcaarchitects.co.uk http://www.origo.as http://www.cowi.no http://www.vinnuvernd.is/ http://www.hcp.co.uk/

Finnur Víkinsson, nýr hluthafi í Raftákni

  Nú um áramótin kom Finnur Víkingsson inn sem hluthafi í Raftákni. Finnur hefur unnið hjá fyrirtækinu síðan 26.03.2007. Lauk sveinsprófi í rafvirkjun frá Verkmenntaskólanum á Akureyri 1990.  Stúdentspróf frá VMA 1992.  Lauk námi í rafmagnsiðnfræði frá Tækniskóla Íslands 1993 og iðnrekstrarfræði 1994 frá Tækniskóla Íslands. Námskeið í Autocad Ellectrical hjá Aceri og CAD efh.     Hann er kvæntur Steinunni Línbjörgu Ragnarsdóttur grunnskóla-kennara  og eiga þau þrjú börn     Við bjóðum Finn velkominn í hópinn.  

Keilukvöld starfsmanna

Það er nauðsynlegt að létta sér upp annað slagið. Starfsmannafélagið SÖR stóð fyrir keilukvöldi fyrir stuttu. Farið var í Keiluna í Hafnarstræti. Næsta samkoma á vegum starfsmannafélagsins verður að öllum líkindum tengd jólum.

Að lokinni kynningu

Nú er kynningin búin og tókst mjög vel. Þátttakendur voru 27 auk "heimamanna". Farið var yfir virkni kerfanna og það sem er nýtt í þessari útgáfu. Síðan var opnað á fyrirspurnir. Í viðskiptum og atvinnulífi í dag er krafan há um skráningu, eftirlit, rekjanleika og hagræðingu í rekstri. Vörur þurfa að uppfylla staða og það þarf að vera hægt að sýna fram á það. IGSS býður upp á atburðaskráningu þar sem hægt er að fylgjast með ferlinum frá upphafi til enda.

Kynning á IGSS 8. oktober

Raftákn heldur kynningu á nýjustu útgáfu af IGSS. Kynningin verður haldin í Veisluturninum, Smáratorgi 3, Kópavogi. Svend J. Christensen framkvæmdastjóri þjónustusviðs IGSS verður á fundinum og mun halda almenna kynningu á kerfinu og fara yfir nýjungar sem það býður upp á.    Svend J. Christensen   Jóhannes Sigmundsson mun síðan opna kerfi sem er í notkun og gera grein fyrir virkni þess. Kynningin hefst klukkan 16.00 og áætlað að henni ljúki um klukkan 18.00. Boðið verður upp á léttar veitingar.         Jóhannes Sigmundsson